Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður og vínstofa opnar á Akureyri
Veitingastaðurinn Eyja við Hafnarstræti 90 á Akureyri, þar sem menningarhúsið Flóra var áður til húsa, hefur skipt staðnum í tvær einingar. Eyja Vínstofa & Bistro sem opnaði fyrr í sumar er í aðalrýminu en systurstaður Eyju er í austursalnum sem hlotið hefur nafnið Mysa. Þar er „nordic cuisine” einkennandi og aðeins 16 sæti í boði hverju sinni.
Eigandi Eyju Vínstofu & Bistro er Einar Hannesson.
Eins og margir Íslendingar vita, þá er nafnið Mysa gamalt, íslenskt og kröftugt með ríka vísun í norræna matargerð þar sem mysa spilaði stórt hlutverk í geymslu á matvælum og til drykkjargerðar.
Tasting matseðillinn á Mysu kostar 16.900 kr á mann og er nauðsyn að panta með 48 klukkustunda fyrirvara og er ekki tekið á móti pöntunum á vegan mataræði eða mjólkurofnæmi.
- Matthew Wickstrom
- Matthew Wickstrom
Yfirkokkur er Matthew Wickstrom en hann er frá Portland, Oregon í Bandaríkjunum. Matt starfaði meðal annars á Dill í Reykjavík og vann sig upp á nokkrum af bestu veitingastöðum Portland sem er þekkt í dag sem ein af betri matarborgum vestan hafs. Matthew hefur áhuga á að nota íslenskar matarhefðir í matargerð sinni á nýjan og spennandi hátt og hefur notið leiðsagnar hinnar margrómuðu Nönnu Rögnvaldardóttur í þeirra vegferð.
Myndir: facebook / Eyja Vínstofa & Bistro
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar















