Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður – Múlaberg Bistro & Bar
Nú um síðustu helgi er búið standa yfir „Soft opening“ á Veitingastaðnum Múlaberg Bistro & Bar sem er staðsettur á Hótel Kea á Akureyri. Miklar breytingar hafa verið gerðar síðustu mánuðum, en búið er að færa afgreiðsluna fyrir hótelið og þar með losnaði mikið pláss fyrir Múlaberg og lítur staðurinn mjög vel. Formleg opnun verður föstudaginn næsta 21. júni næstkomandi.
Á meðal rétta á matseðlinum er:
Humarkokteill:
Marineraður Humar með myntu og súraldin, lárpera, karsi, blóðgreip og eldpipar majónes
Laxatartar:
Rauðrófugrafinn og nýr lax, capers, piparrótarmajónes, maltbrauðteningar og sítróna til að kreista yfir
Hani í Víni, Coq au Vin:
Klassískur franskur réttur úr kjúklingi, beikoni, grænmeti og rauðvínssoði
Croque Monsieur:
Grilluð samloka með silkiskorinni skinku, Emmenthaler osti og Dijon sinnepi
Franskar:
Heimatilbúnar franskar með truffluolíu og parmesanosti
Súkkulaðitart:
Ganache súkkulaðifylling í stökkum botni og þeyttur rjómi
Freisting.is óskar eigendum Kea Hótela og starfsfólki staðarins til hamingju með nýja staðinn og góðs gengis í framtíðinni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Keppni5 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu