Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður – Múlaberg Bistro & Bar
Nú um síðustu helgi er búið standa yfir „Soft opening“ á Veitingastaðnum Múlaberg Bistro & Bar sem er staðsettur á Hótel Kea á Akureyri. Miklar breytingar hafa verið gerðar síðustu mánuðum, en búið er að færa afgreiðsluna fyrir hótelið og þar með losnaði mikið pláss fyrir Múlaberg og lítur staðurinn mjög vel. Formleg opnun verður föstudaginn næsta 21. júni næstkomandi.
Á meðal rétta á matseðlinum er:
Humarkokteill:
Marineraður Humar með myntu og súraldin, lárpera, karsi, blóðgreip og eldpipar majónes
Laxatartar:
Rauðrófugrafinn og nýr lax, capers, piparrótarmajónes, maltbrauðteningar og sítróna til að kreista yfir
Hani í Víni, Coq au Vin:
Klassískur franskur réttur úr kjúklingi, beikoni, grænmeti og rauðvínssoði
Croque Monsieur:
Grilluð samloka með silkiskorinni skinku, Emmenthaler osti og Dijon sinnepi
Franskar:
Heimatilbúnar franskar með truffluolíu og parmesanosti
Súkkulaðitart:
Ganache súkkulaðifylling í stökkum botni og þeyttur rjómi
Freisting.is óskar eigendum Kea Hótela og starfsfólki staðarins til hamingju með nýja staðinn og góðs gengis í framtíðinni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið22 klukkustundir síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Markaðurinn7 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús










