Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í miðborg Reykjavíkur – Matarkjallarinn
Matarkjallarinn er nýr veitingastaður í veitingaflóru miðborgar Reykjavíkur, en hann er staðsettur við Aðalstræti 2.
Eigendur eru þeir Lárus Gunnar Jónasson, Gústav Axel Gunnlaugsson, Guðmundur Hansson, Valtýr Bergmann og Ari Freyr Valdimarsson.
Áætlað er að opna um mánaðarmótin apríl/maí og fyrstu vikurnar verður opið frá klukkan 17:00 á meðan að allt er að slípast til. Eftir það verður opið frá klukkan 11:30 til 23:00 alla daga og lengur um helgar, þ.e. til klukkan 03:00 á föstu-, og laugardagskvöldum.
Staðurinn tekur 80 – 100 manns í sæti og yfirkokkar verða Ari Freyr Valdimarsson og Iðunn Sigurðardóttir. Yfirþjónar verða Valtýr Bergmann og Eyrún H. Gísladóttir.
Sérstaða Matarkjallarans verður glæsilegir kokkteilar, flígillinn verður á sínum stað, lifandi músík og kokkteil stemning og smá smakk fram til klukkan 03 um helgar.
Matseldin verður í áttina að fínt brasserí & grill.
Það er enginn en annar en sjálfur matreiðslumeistarinn Lárus Gunnar Jónasson sem hannar Matarkjallarann.
Myndir: Facebook/Matarkjallarinn

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn