Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í miðborg Reykjavíkur – Matarkjallarinn
Matarkjallarinn er nýr veitingastaður í veitingaflóru miðborgar Reykjavíkur, en hann er staðsettur við Aðalstræti 2.
Eigendur eru þeir Lárus Gunnar Jónasson, Gústav Axel Gunnlaugsson, Guðmundur Hansson, Valtýr Bergmann og Ari Freyr Valdimarsson.
Áætlað er að opna um mánaðarmótin apríl/maí og fyrstu vikurnar verður opið frá klukkan 17:00 á meðan að allt er að slípast til. Eftir það verður opið frá klukkan 11:30 til 23:00 alla daga og lengur um helgar, þ.e. til klukkan 03:00 á föstu-, og laugardagskvöldum.
Staðurinn tekur 80 – 100 manns í sæti og yfirkokkar verða Ari Freyr Valdimarsson og Iðunn Sigurðardóttir. Yfirþjónar verða Valtýr Bergmann og Eyrún H. Gísladóttir.
Sérstaða Matarkjallarans verður glæsilegir kokkteilar, flígillinn verður á sínum stað, lifandi músík og kokkteil stemning og smá smakk fram til klukkan 03 um helgar.
Matseldin verður í áttina að fínt brasserí & grill.
Það er enginn en annar en sjálfur matreiðslumeistarinn Lárus Gunnar Jónasson sem hannar Matarkjallarann.
Myndir: Facebook/Matarkjallarinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel16 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað














