Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður á laugavegi | „…vonast til að bransinn kíki á okkur eftir vaktina“

Birting:

þann

Ólafur Örn Ólafsson

Ólafur Örn Ólafsson

K-bar er nýr veitingastaður á laugavegi 74, en núna standa yfir framkvæmdir á staðnum sem áætlað er að ljúki á næstum vikum.  K-bar tekur um það bil 35 manns í sæti, en eigendur eru þau Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumaður, Jökull tómasson og Kathy Clark eigendur O.k. Hotel og Apartments K.

Við ætlum að leggja mikið upp úr bjór og vera með 9 bjóra á krana og meira og minna alla gourmet bjóra sem fáanlegir eru á landinu og víðar, á flöskum.  Maturinn verður „Korean street food“ með Kaliforníu ívafi sem er að gera allt vitlaust í Ameríku um þessar mundir.  Kathy er frá Kaliforníu með rætur sínar í Kóreu og hún er potturinn og pannan í matseðlagerð. Hún var líka með catering þjónustu í Kaliforníu svo það má segja að hún sé hokin af reynslu þegar kemur að kóreönskum mat.

… sagði Ólafur í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um sérstöðu veitingastaðarins og bætir við:

Við ætlum líka að vera með metnaðarfullt kokkteilprógramm, ekkert endilega marga drykki í einu á seðli en eitthvað skemmtilegt sem passar þemanu. Kimchi bloody mary kannski en það er ennþá í þróun.

Við verðum líka með metnaðrfullt kaffiprógram. Erum að vinna í því að flytja inn kaffi beint frá bónda í Kólumbíu og komum til með að bjóða upp á það í mörgum útgáfum, aeropress, V-60 t.d. auk hins vejulega espresso, Cappuchino osfr.

Ólafur leitar nú að vaktstjórum í eldhúsið sem stjórnað verður af Kathy Clark, en þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Ólaf í síma 6185071.

Ólafur kemur að sjálfsögðu til með að vera yfirþjónn, enda einn af okkar betri framreiðslumönnum hér á Íslandi þó víðar væri leitað.

Það verður opnað snemma á morgnana á K-bar fyrir kaffi og með því, samlokur og sætmeti með kaffinu. Svo verður opið fyrir mat frá hádegi og fram á kvöld. Um helgar er svo planið að vera með eldhúsið opið lengur frameftir en þekkist og bjóða upp á mat til kl. 02 á nóttunni.

Við erum jafnvel að vonast til að bransinn kíki á okkur eftir vaktina og fái sér ölkrús og eitthvað að borða.

… sagði Ólafur hress.

Er langþráður draumur að rætast hjá þér?

Upp á síðkastið er ég mikið búinn að fást við það að opna veitingastaði fyrir aðra og mér fannst kominn tími til að gera eitthvað í mínu nafni aftur, eftir að hafa safnað enn meiru í reynslubankann. Svo já það má segja það.

Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með og færa ykkur fréttir og myndir af staðnum.

 

Mynd: Aðsend

/Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið