Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á hjólum opnar í miðbænum í hádeginu
Matsölustaðurinn Súpuvagninn er ný veitingastaður í miðborginni. Hann opnar á morgun en þar verður boðið upp á íslenska kjötsúpu í matsöluvagni í Mæðragarði á Lækjargötu á daginn, en á Lækjartorgi á nóttunni. Í tilkynningu frá Súpuvagninum segir að markmiðið sé að ná til Íslendinga jafnt sem erlendra ferðamanna.
Tveir ungir bræður standa að opnun Súpuvagnsins, en þeir hafa lengi unnið að uppskrift hinnar fullkomnu kjötsúpu. Nú hafa færir matreiðslumeistarar smakkað súpuna og gefið henni góða einkunn. Því er ekkert til fyrirstöðu að opna vagninn.
Gabríel Þór Gíslason, annar eigandi Súpuvagnsins, er bjartsýnn á að reksturinn muni ganga vel.
Það sem er mikilvægt í veitingarekstri er að halda öllum ferlum sem einföldustum, til þess að hafa góða yfirsýn yfir kostnaðarliðina. Einnig er mikilvægt að hafa góða vöru og þess vegna lögðum við svona rosalega mikla vinnu og ástríðu í að gera súpuna fullkomna
, segir Gabríel í samtali við Viðskiptablaðið.
Hann bætir við að prufuopnun hafi átt sér stað um síðustu helgi og það hafi gengið eins og í sögu.
Mynd: aðsend
Greint frá á vb.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana