Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á hjólum opnar í miðbænum í hádeginu
Matsölustaðurinn Súpuvagninn er ný veitingastaður í miðborginni. Hann opnar á morgun en þar verður boðið upp á íslenska kjötsúpu í matsöluvagni í Mæðragarði á Lækjargötu á daginn, en á Lækjartorgi á nóttunni. Í tilkynningu frá Súpuvagninum segir að markmiðið sé að ná til Íslendinga jafnt sem erlendra ferðamanna.
Tveir ungir bræður standa að opnun Súpuvagnsins, en þeir hafa lengi unnið að uppskrift hinnar fullkomnu kjötsúpu. Nú hafa færir matreiðslumeistarar smakkað súpuna og gefið henni góða einkunn. Því er ekkert til fyrirstöðu að opna vagninn.
Gabríel Þór Gíslason, annar eigandi Súpuvagnsins, er bjartsýnn á að reksturinn muni ganga vel.
Það sem er mikilvægt í veitingarekstri er að halda öllum ferlum sem einföldustum, til þess að hafa góða yfirsýn yfir kostnaðarliðina. Einnig er mikilvægt að hafa góða vöru og þess vegna lögðum við svona rosalega mikla vinnu og ástríðu í að gera súpuna fullkomna
, segir Gabríel í samtali við Viðskiptablaðið.
Hann bætir við að prufuopnun hafi átt sér stað um síðustu helgi og það hafi gengið eins og í sögu.
Mynd: aðsend
Greint frá á vb.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni21 klukkustund síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni4 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025