Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður á hjólum opnar í miðbænum í hádeginu

Birting:

þann

SúpuvagninnMatsölustaðurinn Súpuvagninn er ný veitingastaður í miðborginni. Hann opnar á morgun en þar verður boðið upp á íslenska kjötsúpu í matsöluvagni í Mæðragarði á Lækjargötu á daginn, en á Lækjartorgi á nóttunni. Í tilkynningu frá Súpuvagninum segir að markmiðið sé að ná til Íslendinga jafnt sem erlendra ferðamanna.

Tveir ungir bræður standa að opnun Súpuvagnsins, en þeir hafa lengi unnið að uppskrift hinnar fullkomnu kjötsúpu. Nú hafa færir matreiðslumeistarar smakkað súpuna og gefið henni góða einkunn. Því er ekkert til fyrirstöðu að opna vagninn.

Gabríel Þór Gíslason, annar eigandi Súpuvagnsins, er bjartsýnn á að reksturinn muni ganga vel.

Það sem er mikilvægt í veitingarekstri er að halda öllum ferlum sem einföldustum, til þess að hafa góða yfirsýn yfir kostnaðarliðina. Einnig er mikilvægt að hafa góða vöru og þess vegna lögðum við svona rosalega mikla vinnu og ástríðu í að gera súpuna fullkomna

, segir Gabríel í samtali við Viðskiptablaðið.

Hann bætir við að prufuopnun hafi átt sér stað um síðustu helgi og það hafi gengið eins og í sögu.

Súpuvagninn á facebook.

 

Mynd: aðsend

Greint frá á vb.is

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið