Freisting
Nýr veitingastaður á Akureyri – 1862 Nordic Bistro

Efri hæðin á veitingastaðnum 1862 Nordic Bistro
1862 Nordic Bistro er nýr veitingastaður í Menningarhúsi Akureyringa, Hofi. Staðurinn dregur nafn sitt af árinu sem að Akureyri fékk kaupstaðarréttindi og þeim dönsku áhrifum sem einkenndu verslun og viðskipti í bænum á árum áður.
Sagan segir að enn séu jafnvel til Akureyringar sem tala dönsku á sunnudögum.
Eigendur og leikendur af 1862 eru þeir Hallgrímur Friðrik Sigurðarson, yfirmatreiðslumaður, Sveinn Sævar Frímannsson veitingastjóri, Leifur Hjörleifsson veitingastjóri og Vignir Þormóðsson framkvæmdastjóri.
Við forvitnuðumst aðeins um staðinn og lögðum nokkrar spurningar til Hallgrím yfirmatreiðslumann 1862.
Hvernig staður er 1862 Nordic Bistro?
1862 Nordic Bistro er allt í senn smurbrauðsstofa, kaffihús, veitingastaður og veisluþjónusta. Við leggjum áherslu á vandað danskt smörrebrod, góðar kökur og skemmtilega rétti af norrænum uppruna þar sem eyfirsk framleiðsla er í aðalhlutverki.
Eru þið með opið yfir allann daginn?
Já í hádeginu er létt og notaleg stemning þar sem klassískir norrænir réttir eru færðir í nýjan búning í ásamt gamla góða smörrebrodinu.
Yfir miðjan daginn er hægt að fá sér sérlagaðan kaffibolla og góða kökusneið, á góðviðrisdögum er kjörið að tylla sér út fyrir og njóta útsýnisins.
Á kvöldin er tilvalið að njóta góðra veitinga með útsýni inn Eyjafjörðinn þar sem t.d. norrænn tapasdiskur er tilvalinn fyrir eða eftir viðburð í húsinu.
Hvernig er með veislur, ráðstefnur og fundir, komið þið til með að sjá um þann hluta í húsinu?
Já við sjáum um allar veitingar, en Menningarhúsið Hof býður uppá glænýja og vel útbúna sali til ráðstefnu- og fundahalds sem henta fyrir stóra sem smáa viðburði, sagði Hallgrímur að lokum.
1862 kemur til með að opna formlega í endann ágúst 2010, en þeir félagar ætla að prufukeyra eldhúsið með tveimur litlum veislum fram að þeim tíma.
Heimasíður:
www.1862.is
Facebook síðu hér
www.menningarhus.is
Matthías Þórarinsson gerði sér ferð norður og hitti þar Hallgrím og tók nokkrar myndir af undirbúningnum ofl. Smellið hér til að skoða myndirnar.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Vín, drykkir og keppni19 klukkustundir síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir