Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður, 2GUYS, opnar við Klapparstíg 38
2Guys er nýtt hamborgara-konsept með áherslu á smassborgara, samlokur og annað gúmmelaði. Staðurinn verður starfræktur sem “pop up” næstu 3 mánuðina. Þeir sem standa að rekstrinum eru Silli Kokkur, Hjalti Vignis og Róbert Aron.
Þeir félagar framleiða allt sjálfir, blanda nautahakkið, gera sósur frá grunni en matseðillinn verður mjög einfaldur. Ein tegund af borgara, tvær tegundir af samlokum og svo í takmörkuðu upplagi, pretzel borgara sem er unnið í samstarfi við Gulla Arnar.
2Guys opnar núna á fimmtudaginn 25. mars og er staðsetning Klapparstígur 38 (við hliðina á Kalda Bar).
Opnunartími er frá 11.30 til 21.00 fimmtudaga – laugardaga, sunnudaga frá 13.00 til 20.00.
Við hvetjum alla að fylgjast með þeim félögum á samfélagsmiðlum @2guysrvk á insta og facebook.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?