Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður, 2GUYS, opnar við Klapparstíg 38
2Guys er nýtt hamborgara-konsept með áherslu á smassborgara, samlokur og annað gúmmelaði. Staðurinn verður starfræktur sem “pop up” næstu 3 mánuðina. Þeir sem standa að rekstrinum eru Silli Kokkur, Hjalti Vignis og Róbert Aron.
Þeir félagar framleiða allt sjálfir, blanda nautahakkið, gera sósur frá grunni en matseðillinn verður mjög einfaldur. Ein tegund af borgara, tvær tegundir af samlokum og svo í takmörkuðu upplagi, pretzel borgara sem er unnið í samstarfi við Gulla Arnar.
2Guys opnar núna á fimmtudaginn 25. mars og er staðsetning Klapparstígur 38 (við hliðina á Kalda Bar).
Opnunartími er frá 11.30 til 21.00 fimmtudaga – laugardaga, sunnudaga frá 13.00 til 20.00.
Við hvetjum alla að fylgjast með þeim félögum á samfélagsmiðlum @2guysrvk á insta og facebook.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?








