Frétt
Nýr vefur veitingageirans
Veitingageirinn.is hefur endurnýjað vef sinn á slóðinni www.veitingageirinn.is.
Markmiðið með nýja vefnum er að auka sýnileika á áhersluþáttum vefsins sem eru meðal annars keppnir í veitingabransanum, ný veitingahús, hótel, vídeó, uppskriftir, gamalt og gott efni, styrktaraðilar vefsins og instagram með myllumerkinu #veitingageirinn. Einnig er lögð áhersla á að farsímaútgáfu vefsins.
Nýtt fréttabréfakerfi
Sett hefur verið upp nýtt fréttabréfakerfi sem nú keyrir á MaiChimp sem margir þekkja. Fréttabréf Veitingageirans býður lesendum upp á nokkra valmöguleika, þ.e. að fá sendar fréttir daglega eða vikulega, fá spennandi tilboð frá heildsölum og fréttabréf sem send eru sérstaklega þegar áhugaverðar fréttir og viðburðir eru framundan. Einnig geta lesendur valið alla möguleikana.
Hönnun og smíði vefsins
Sem fyrr var hönnun og smíði vefsins í höndum Tónaflóðs sem hefur verið helsti styrktaraðili vefsins í 15 ár.
Allar ábendingar vel þegnar á [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni





