Frétt
Nýr vefur veitingageirans
Veitingageirinn.is hefur endurnýjað vef sinn á slóðinni www.veitingageirinn.is.
Markmiðið með nýja vefnum er að auka sýnileika á áhersluþáttum vefsins sem eru meðal annars keppnir í veitingabransanum, ný veitingahús, hótel, vídeó, uppskriftir, gamalt og gott efni, styrktaraðilar vefsins og instagram með myllumerkinu #veitingageirinn. Einnig er lögð áhersla á að farsímaútgáfu vefsins.
Nýtt fréttabréfakerfi
Sett hefur verið upp nýtt fréttabréfakerfi sem nú keyrir á MaiChimp sem margir þekkja. Fréttabréf Veitingageirans býður lesendum upp á nokkra valmöguleika, þ.e. að fá sendar fréttir daglega eða vikulega, fá spennandi tilboð frá heildsölum og fréttabréf sem send eru sérstaklega þegar áhugaverðar fréttir og viðburðir eru framundan. Einnig geta lesendur valið alla möguleikana.
Hönnun og smíði vefsins
Sem fyrr var hönnun og smíði vefsins í höndum Tónaflóðs sem hefur verið helsti styrktaraðili vefsins í 15 ár.
Allar ábendingar vel þegnar á [email protected]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.