Vertu memm

Freisting

Nýr þáttastjórnandi í Hell’s Kitchen

Birting:

þann

Marco Pierre WhiteNú á dögunum var tilkynntur nýr þáttastjórnandi í hinum fræga kokkaþætti Hell’s Kitchen, en það er sjálfur kóngurinn Marco Pierre White. Marco er vel þekktur um allann heim og er oft sagt að hann sé Guðfaðir matreiðslunnar í Englandi.

Fyrir nokkrum árum lagði Marco hnífinn upp á hilluna og kemur nú ferskur inn í þennann skemmtilega þátt og ætlar sér ekki að feta í fótspor fyrirrennara sinn Gordon Ramsey, heldur ætlar Marco að gera þáttinn að sínum þætti.

Aðspurður um Gordon Ramsey samband þeirra í dag: „Hann lærði hjá mér fyrir mörgum árum og vorum við mjög góðir vinir þá, en við tölumst ekki við í dag“ sagði Marco um nemann sinn.

Myndbandið hér að neðan sýnir vinningsatriði úr þáttaröð tvö hjá Gordon Ramsey í Hell’s Kitchen þar sem sigurvegarinn fékk veitingastað í Las Vegas í verðlaun, nú er bara spurningin hvernig Marco ætlar sér að breyta?

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið