Freisting
Nýr þáttastjórnandi í Hells Kitchen
Nú á dögunum var tilkynntur nýr þáttastjórnandi í hinum fræga kokkaþætti Hells Kitchen, en það er sjálfur kóngurinn Marco Pierre White. Marco er vel þekktur um allann heim og er oft sagt að hann sé Guðfaðir matreiðslunnar í Englandi.
Fyrir nokkrum árum lagði Marco hnífinn upp á hilluna og kemur nú ferskur inn í þennann skemmtilega þátt og ætlar sér ekki að feta í fótspor fyrirrennara sinn Gordon Ramsey, heldur ætlar Marco að gera þáttinn að sínum þætti.
Aðspurður um Gordon Ramsey samband þeirra í dag: „Hann lærði hjá mér fyrir mörgum árum og vorum við mjög góðir vinir þá, en við tölumst ekki við í dag“ sagði Marco um nemann sinn.
Myndbandið hér að neðan sýnir vinningsatriði úr þáttaröð tvö hjá Gordon Ramsey í Hell’s Kitchen þar sem sigurvegarinn fékk veitingastað í Las Vegas í verðlaun, nú er bara spurningin hvernig Marco ætlar sér að breyta?

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.