Freisting
Nýr staður Nauthóll bistro
|
|
|
|
Nú nýlega opnaði nýr Nauthóll á mjög svipuðum stað og sá gamli var, en þessi staður er mun bjartari með mikið gluggarými og verður gaman að vera þarna í sumar, einnig er veislusalur sem nefndur hefur verið Sjónarhóll.
|
|
|
|
Það er enginn annar en Jóhannes Stefánsson kenndur við Múlakaffi sem rekur þennan stað og hefur fengið Eyþór Rúnarsson meðlim í kokka- landsliðinu sem yfirmatreiðslumann staðarins.
Crew 1 frá Freisting.is var þess aðnjótandi að vera boðið í smakk nú í nýliðinni viku og kemur hér sú reynsla sem við upplifðum.

Tvíreykt lambacarpaccio
ristaðar möndlur, piparrótardressing, klettasalat
Þarna saknaði ég rosalega piparrótarbragðins til að vinna upp á móti reykbragðinu,
kjötið var mjög gott

Gulrótarsúpa með kókos og engifer
grísk jógúrt og þurrkuð trönuber
Besta gulrótarsúpa sem ég hef smakkað samspil súpunnar, jógúrtsins og trönuberjana glæsileg


Langtímaeldaður og rifinn lambaskanki
kartöflumús,gljáð rótargrænmeti og dill
A must to try
|
|
|



Eftirtektarvert er að staðurinn fer sínar eigin leiðir í uppsetningu og framsetningu á réttum matseðilins og er það frá mínu sjónarhorni bara jákvætt og eykur breidd í flóru veitingahúsa.


Hef einnig verið þarna í hádeginu og fengið rauðsprettu í raspi með því besta remúlaði sem ég hef smakkað á Íslandi.
Þjónustan er fumlaus og alúðleg án þess að vera væmin.
Við hjá Freisting.is óskum þeim Nauthóls mönnum til hamingju með staðinn og ósk um gott gengi.
Myndir: Matthías
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa













