Freisting
Nýr staður Nauthóll bistro
|
|
|
Nú nýlega opnaði nýr Nauthóll á mjög svipuðum stað og sá gamli var, en þessi staður er mun bjartari með mikið gluggarými og verður gaman að vera þarna í sumar, einnig er veislusalur sem nefndur hefur verið Sjónarhóll.
|
|
|
Það er enginn annar en Jóhannes Stefánsson kenndur við Múlakaffi sem rekur þennan stað og hefur fengið Eyþór Rúnarsson meðlim í kokka- landsliðinu sem yfirmatreiðslumann staðarins.
Crew 1 frá Freisting.is var þess aðnjótandi að vera boðið í smakk nú í nýliðinni viku og kemur hér sú reynsla sem við upplifðum.
Tvíreykt lambacarpaccio
ristaðar möndlur, piparrótardressing, klettasalat
Þarna saknaði ég rosalega piparrótarbragðins til að vinna upp á móti reykbragðinu,
kjötið var mjög gott
Gulrótarsúpa með kókos og engifer
grísk jógúrt og þurrkuð trönuber
Besta gulrótarsúpa sem ég hef smakkað samspil súpunnar, jógúrtsins og trönuberjana glæsileg
Langtímaeldaður og rifinn lambaskanki
kartöflumús,gljáð rótargrænmeti og dill
A must to try
|
|
Eftirtektarvert er að staðurinn fer sínar eigin leiðir í uppsetningu og framsetningu á réttum matseðilins og er það frá mínu sjónarhorni bara jákvætt og eykur breidd í flóru veitingahúsa.
Hef einnig verið þarna í hádeginu og fengið rauðsprettu í raspi með því besta remúlaði sem ég hef smakkað á Íslandi.
Þjónustan er fumlaus og alúðleg án þess að vera væmin.
Við hjá Freisting.is óskum þeim Nauthóls mönnum til hamingju með staðinn og ósk um gott gengi.
Myndir: Matthías

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Keppni5 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu