KM
Nýr samstarfssamningur KM og Garra

Magnús R. Magnússon framkvæmdastjóri Garra og
Alfreð Ó. Alfreðsson forseti KM
29. apríl s.l. var kynntur formlega nýr gull-samstarfssamningur Klúbbs Matreiðslumeistara og Garra ehf. Var það gert af Magnúsi R Magnússyni framkvæmdastjóra Garra og Alfreð Ó. Alfreðssyni forseta KM í Hafnarhúsinu í móttöku Garra fyrir viðskiptavini.
Móttakan var haldin í tilefni af útgáfu vörulista ársins 2009 og opnunar nýrrar heimasíðu Garra.
Stjórn KM fagnar þessu nýfengna samstarfi við öflugt fyrirtæki sem hefur í ártugi sérhæft sig í þjónustu við matreiðslumenn og matargeirann. Fyrirtækið var stofnað 1973 af Magnúsi R Jónssyni.
Garri ehf. leggur mikla áherslu á góð tengsl við matreiðslugeirann og hjá fyrirtækinu starfa meðal annarra 6 matreiðslumenn við innkaup og sem sölutengiliðir við fagfólk.
Þessi samningur mun styrkja faglegt starf KM og er það von stjórnar KM að félagsmenn beini viðskiptum sínum til samstarfsaðila KM nú sem fyrr.
Stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara
Mynd: © Basi.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





