KM
Nýr samstarfssamningur KM og Garra
Magnús R. Magnússon framkvæmdastjóri Garra og
Alfreð Ó. Alfreðsson forseti KM
29. apríl s.l. var kynntur formlega nýr gull-samstarfssamningur Klúbbs Matreiðslumeistara og Garra ehf. Var það gert af Magnúsi R Magnússyni framkvæmdastjóra Garra og Alfreð Ó. Alfreðssyni forseta KM í Hafnarhúsinu í móttöku Garra fyrir viðskiptavini.
Móttakan var haldin í tilefni af útgáfu vörulista ársins 2009 og opnunar nýrrar heimasíðu Garra.
Stjórn KM fagnar þessu nýfengna samstarfi við öflugt fyrirtæki sem hefur í ártugi sérhæft sig í þjónustu við matreiðslumenn og matargeirann. Fyrirtækið var stofnað 1973 af Magnúsi R Jónssyni.
Garri ehf. leggur mikla áherslu á góð tengsl við matreiðslugeirann og hjá fyrirtækinu starfa meðal annarra 6 matreiðslumenn við innkaup og sem sölutengiliðir við fagfólk.
Þessi samningur mun styrkja faglegt starf KM og er það von stjórnar KM að félagsmenn beini viðskiptum sínum til samstarfsaðila KM nú sem fyrr.
Stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara
Mynd: © Basi.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Vín, drykkir og keppni9 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé