Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr réttur á matseðli Burger King í Japan – Rauður hamborgari
Nýjasti rétturinn á Burger King í Japan er rauður hamborgari og er hægt að velja á milli Samurai kjöt eða Samurai kjúkling og er borin fram í rauðu brauði og með rauðum osti. Að auki er rauði hamborgarinn með rauðri sósu sem heitir „Angry“ og er hún gerð úr miso mauki, kínverskum rauðum chili og rauðri papriku.
Hægt verður að kaupa herlegheitin 3. júlí næstkomandi í Japan.
Eins og greint hefur verið frá, þá byrjaði Burger King að bjóða upp á Kuro Burger eða svartan hamborgara s.l. haust, en hamborgarinn er gerður þannig að brauðið er gert úr bambus kolum, svarta tómatsósan gerð úr smokkfisk bleki og hvítlauk ásamt svörtum osti. Kuro Burger lítur nú ekki alltof vel út og hafa viðskiptavinir verið duglegir á samfélagsmiðlum að lýsa óánægju sinni yfir svarta hamborgaranum.
Jæja, Burger King, hvað verður næst?
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini








