Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr réttur á matseðli Burger King í Japan – Rauður hamborgari
Nýjasti rétturinn á Burger King í Japan er rauður hamborgari og er hægt að velja á milli Samurai kjöt eða Samurai kjúkling og er borin fram í rauðu brauði og með rauðum osti. Að auki er rauði hamborgarinn með rauðri sósu sem heitir „Angry“ og er hún gerð úr miso mauki, kínverskum rauðum chili og rauðri papriku.
Hægt verður að kaupa herlegheitin 3. júlí næstkomandi í Japan.
Eins og greint hefur verið frá, þá byrjaði Burger King að bjóða upp á Kuro Burger eða svartan hamborgara s.l. haust, en hamborgarinn er gerður þannig að brauðið er gert úr bambus kolum, svarta tómatsósan gerð úr smokkfisk bleki og hvítlauk ásamt svörtum osti. Kuro Burger lítur nú ekki alltof vel út og hafa viðskiptavinir verið duglegir á samfélagsmiðlum að lýsa óánægju sinni yfir svarta hamborgaranum.
Jæja, Burger King, hvað verður næst?

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?