Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Nýr réttur á matseðli Burger King í Japan – Rauður hamborgari

Birting:

þann

Burger King

Nýjasti rétturinn á Burger King í Japan er rauður hamborgari og er hægt að velja á milli Samurai kjöt eða Samurai kjúkling og er borin fram í rauðu brauði og með rauðum osti.  Að auki er rauði hamborgarinn með rauðri sósu sem heitir „Angry“ og er hún gerð úr miso mauki, kínverskum rauðum chili og rauðri papriku.

Hægt verður að kaupa herlegheitin 3. júlí næstkomandi í Japan.

Eins og greint hefur verið frá, þá byrjaði Burger King að bjóða upp á Kuro Burger eða svartan hamborgara s.l. haust, en hamborgarinn er gerður þannig að brauðið er gert úr bambus kolum, svarta tómatsósan gerð úr smokkfisk bleki og hvítlauk ásamt svörtum osti.  Kuro Burger lítur nú ekki alltof vel út og hafa viðskiptavinir verið duglegir á samfélagsmiðlum að lýsa óánægju sinni yfir svarta hamborgaranum.

Jæja, Burger King, hvað verður næst?

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið