Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Nýr rekstraraðili tekur við Grandakaffi | Sigurður kveður eftir 32 ár í rekstri

Birting:

þann

Grandakaffi

Sigurður Rúnar Gíslason.
Mynd: facebook / Grandakaffi

Sigurður Rúnar Gíslason kveður Grandakaffi eftir 32 ár í rekstri og nýr kafli í sögu þessa fræga húss tekinn við.

Árið 1965 var húsið sem hýsir Grandakaffi byggt af Reykjavíkurhöfn. Var það ætlað sem baðhús fyrir sjómenn til afnota áður en þeir komu í land. Árið 1984 opnar svo Grandakaffi í húsinu enda þörf fyrir baðhús minnkað; bátarnir orðnir betur búnir og samastaðir orðnir fleiri.

Grandakaffi

Grandakaffi tekur um 50 manns í sæti

Á þessum tíma var einnig Kaffivagninn starfandi en annars var fátt annað á Grandanum nema útgerðartengd fyrirtæki, segir Sigurður í tilkynningu.

Síðan hafa liðið 32 ár og má segja að Grandinn breytist nánast daglega.

Grandakaffi

Á Grandakaffi hefur verið alíslenskur heimilismatur á boðstólnum

Síðasti dagur Sigurðar á Grandakaffi var nú á dögunum og nýr aðili mun hefja rekstur í húsinu fljótlega.

 

Myndir: Smári

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið