Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr rekstraraðili tekur við Grandakaffi | Sigurður kveður eftir 32 ár í rekstri
Sigurður Rúnar Gíslason kveður Grandakaffi eftir 32 ár í rekstri og nýr kafli í sögu þessa fræga húss tekinn við.
Árið 1965 var húsið sem hýsir Grandakaffi byggt af Reykjavíkurhöfn. Var það ætlað sem baðhús fyrir sjómenn til afnota áður en þeir komu í land. Árið 1984 opnar svo Grandakaffi í húsinu enda þörf fyrir baðhús minnkað; bátarnir orðnir betur búnir og samastaðir orðnir fleiri.
Á þessum tíma var einnig Kaffivagninn starfandi en annars var fátt annað á Grandanum nema útgerðartengd fyrirtæki, segir Sigurður í tilkynningu.
Síðan hafa liðið 32 ár og má segja að Grandinn breytist nánast daglega.
Síðasti dagur Sigurðar á Grandakaffi var nú á dögunum og nýr aðili mun hefja rekstur í húsinu fljótlega.
Myndir: Smári
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni1 klukkustund síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð