Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr og spennandi veitingastaður í Ráðhúsinu

Hjónin Laufar Sigurður Ómarsson og Ásthildur Sigurgeirsdóttir hafa tekið við veitingarekstri í Ráðhúsinu og eru óðum að koma sér fyrir í nýju húsnæði. Þau ráku áður veitingahúsið Við Tjörnina í Templarasundi.
Hjónin Laufar Sigurður Ómarsson og Ásthildur Sigurgeirsdóttir hafa tekið við veitingarekstri í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áður ráku þau hið rómaða veitingahús Við Tjörnina. Að sögn Laufars ætla þau að stórauka þjónustu við starfsmenn Reykjavíkurborgar og gesti Ráðhússins en það er einn fjölsóttasti ferðamannastaður borgarinnar.
Þau taka einnig yfir rekstur mötuneytis fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar og hyggjast reka það að mestu með óbreyttu sniði.
Nýja veitingahúsið opnar 1. febrúar n.k. og mun að öllum líkindum heita Tjörnin. Það mun verða rekið í húsnæðinu sem snýr út að Tjörninni en þar er mikil nálægð við fuglalíf og vatnið.
Staðurinn býður upp á alveg ótrúlega fallegt útsýni yfir Tjörnina. Það að geta setið alveg við Tjörnina, notið góðra veitinga og fylgst með fuglunum og litbrigðunum í vatninu er alveg ómetanlegt
, segir Laufar.
Á veitingastaðnum verður hægt að fá léttan hádegisverð, samlokur, kaffi og aðra drykki yfir daginn en á kvöldin verður þar rekinn fullgildur veitingastaður með matseðli.
Þá hyggjast þau vera með sértilboð fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar sem ekki eru í Ráðhúsinu og brydda upp á ýmsum nýjungum sem starfsmenn Ráðhússins og nærliggjandi stofnana Reykjavíkurborgar geta nýtt sér.
Ráðhúsið verður því opið upp á gátt til miðnættis flesta daga sem er hluti af þeirri áætlun að gera það líflegra og skemmtilegra heim að sækja.
Mynd: Reykjavik.is

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri