Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýr og spennandi staður til að njóta matargerðarlistar – Myndir
Reykjavík Edition hótelið við Austurbakka 2, sem nú er opið til forskoðunar, er glæsileg viðbót í höfuðborg Íslands með einstökum veitingastöðum og börum. Veitingasvæðin eru t.d. opni barinn í anddyrinu, sérréttaveitingastaður og kaffihús á Tides, hinn einstaki kokteilbar Tölt, næturklúbbur og þakbar sem verður opnaður 2022.
Eitt af því einstaka við hótelið sem ekki hefur sést áður á Íslandi er að á Reykjavík EDITION eru staðir fyrir öll tækifæri – allir undir sama þaki. Gunnar Karl Gíslason sem er kokkurinn á bak við Dill, hinn vinsæla veitingastað, og handhafi New Nordic Michelin-stjörnunnar er við stjórnvölinn á Tides, sérstökum veitingastað Reykjavík EDITION sem skartar verönd og sérinngangi frá höfninni.
„Ég er mjög spenntur að vera hluti af þessari nýju hótelopnun sem hefur verið beðið með svo mikilli eftirvæntingu í borginni,“
segir Gunnar Karl Gíslason.
„Ég vona svo sannarlega að þetta verði tímamót í matargerðarlist í Reykjavík og ég er fullur eftirvæntingar fyrir hönd íslenskrar nútímamatargerðar sem fær að sanna sig á alþjóðavettvangi.“
Tides: veitingastaður og -kaffihús
Tides er aðalveitingastaður hótelsins sem fyrsti Michelin-stjörnuhafi Íslendinga, Gunnar Karl Gíslason, stýrir. Tides býður upp á það allra besta af náttúrulegu hráefni landsins. Gunnar Karl býður upp á nútímalega íslenska matargerð sem ber keim af hefðbundnum eldunaraðferðum með áherslu á árstíðabundnar íslenskar afurðir og hágæða alþjóðlegt hráefni sem er að mestu eldað yfir opnum eldi.
Á veitingastaðnum er allt kapp lagt á að bjóða upp á ferskar og sjálfbærar innlendar vörur úr næsta nágrenni. Íburðarmiklar og fágaðar innréttingar styðja við matseðlinn en áhersla er lögð á sjávarfang sem og grillað kjöt og grænmetisrétti en flestir réttir eru eldaðir yfir opnum eldi.
Á morgunverðarborðinu er m.a. íslensk jógúrt og sætabrauð og boðið er upp á heita rétti sem hægt er að panta af matseðli. Fyrir þá sem koma til kvöldverðar tryggir Gunnar Karl Gíslason kokkur að íslensk nútímamatargerð og menning einkenni allt sem hann framleiðir í eldhúsinu, parað saman við tilkomumikinn vínlista þar sem er að finna vín frá öllum heimshornum.
Nokkrir helstu réttir á matseðlinum eru:
Grillaður sólkoli, spergilkál og skessujurt
Bakaður þorskur, grillaðar kartöflur, blandaðar jurtir og brúnað smjör
Þunnskorið angus-nautakjöt með GK BBQ-gljáa, stöppuðum kartöflum, grilluðum portobello-sveppum og salati
Brúnaður og hægeldaður lambabógur, súrsaður laukur, mynta og epli
Afgreiðsluborðið á Tides er sannkallað augnakonfekt fyrir þá sem vilja fylgjast með því allra besta og sjá rétti framreidda á hinu einstaka kokkavinnuborði. Þrjú kvöld í viku hafa gestir tækifæri til að sjá yfir í opna eldhúsið sem býður upp á átta rétta fastan matseðil með vínpörun fyrir allt að 10 manns.
Fyrir þá sem liggur á eru Tides-kaffihúsið og -bakaríið samliggjandi veitingastaðnum og með inngang frá aðalgötunni. Þar er upplagt að fá sér heimaristað kaffi, lagað á staðnum. Ásamt þessu er úrval af munngæti sem auðvelt er að grípa með sér og ferskum samlokum sem og nýbökuðu sætabrauði í sjálfbærum, vistvænum umbúðum. Á kaffihúsinu er einnig hægt að fá gómsætar súrdeigs- eða rúgbrauðssamlokur og máltíðir sem hægt er að taka með sér eða borða á staðnum.
Nokkrir helstu réttir á matseðlinum eru:
Kanilsnúðar
Kardimommubollur
Steiktar sætar brauðsneiðar
Vínarbrauð
Smjördeigshorn
Kaffi, ferskur ávaxtasafi og þeytingar:
Appelsínur, epli, greipaldin og trönuber
Gulrætur, appelsínur og hafþyrniber
Garðkál, agúrka, fennel og sellerí
Rauðrófur, skyr, estragon og brómber
Tides framreiðir morgunverð (7-10), hádegisverð (11:30-15) og kvöldverð (18-23) á hverjum degi. Setustofan og barinn eru opin alla daga frá 7 að morgni til miðnættis. Kaffihúsið er opið alla daga vikunnar frá 6 á morgnana til 17 síðdegis.
Bar í anddyri
Einstakur í EDITION-línunni er barinn í anddyrinu. Hann er ólgandi samverustaður með opnu eldstæði sem hannað er af Roman & Williams og skapar hlýjan miðpunkt þar sem fólk getur safnast saman. Í þessu rými eru greinilegar skírskotanir í útlitshönnuninni til fagurs landslagsins sem umkringir hótelið, með blágrýti og hraungrjóti. Þar er borinn fram bjór, framleiddur af heimamönnum, einstakir kokteilar með íslensku ívafi, auk vínglasa með vandlega völdum smáréttamatseðli.
Þetta gerir staðinn að fullkomnum stað til að hittast fyrir gesti og gangandi. Eins og á öllum EDITION-hótelum þá er mikil áhersla lögð á hlýlega lýsingu á barnum í anddyrinu, vinalegt mjúkt skin sem magnað er upp af hvítum bronsgólflömpum frá Christian Liaigre gerir það að verkum að svæðið minnir á skartgripaskrín. Það er ljúft að njóta réttanna á smáréttamatseðlinum með EDITION-kokteil á meðan setið er í skjóli anddyrisbarsins.
Einn af drykkjunum er einkenniskokteill barsins, Reykjavík. Í honum er blandað saman Þúfu, nýrri brennivínstegund, íslensku rommi og Fernet Branca, drykk sem löngum hefur verið vinsæll í borginni, til að búa til eitthvað algerlega nýtt sem samt er rótfast í drykkjumenningu Íslendinga. Önnur uppfinning er hinn árstíðabundni Pimm’s Cup þar sem tekinn er hefðbundinn sumardrykkur og í hann blandað kanil og brennivíni til að búa til vetrarkokteil fullan af hlýju.
Snarlið á barnum í anddyrinu slekkur í matarlönguninni. Boðið er upp á kjöt- og ostabakka sem og litlar skálar með fiskmeti. Þá er boðið upp á sæta eftirrétti sem eru tilvaldir fyrir öll tækifæri, hvort sem verið er að hugsa um létta máltíð eða lystauka fyrir máltíð. Barinn í anddyrinu er opinn daglega frá 7 að morgni til 2 eftir miðnætti.
Tölt
Hinum megin í anddyrinu, fjarri augnagotum, er hinn einstaki kokteilbar Reykjavík EDITION – Tölt. Fullkominn vettvangur fyrir kokteil seint að kvöldi, drykk fyrir kvöldverð með vinum eða einkaviðburði. Kenndur við hina einstöku fimmtu gangtegund íslenska hestsins er huggulegi barinn Tölt sem er falinn helgidómur með þremur notalegum krókum með litríkum, sérsniðnum mottum með mynstri sem er innblásið af íslenskum hefðum, veggskápum úr tekki, appelsínugulum bólstruðum bekkjum og kollum með hrosshári sem eru við arininn í miðjunni.
Utan krókanna er rýmið þakið þiljum úr valhnotu í lofti og á gólfi, sérsmíðaðri valhnotuljósakrónu og gluggum niður í gólf sem ramma inn útsýnið yfir Hörpu. Á bak við græna marmarabarinn eru upplýstar bronshillur sem hanga niður úr loftinu og skapa hlýjan bjarma til að njóta kokteila sem fá innblástur úr íslenskri menningu úr íslenskum innihaldsefnum.
Þar er m.a. hægt að fá kokteilana Skák, þar sem fenniku og múskathýði er blandað í íslenskt viskí; Vetrarskugga,sem er ávaxtaríkur kokteill búinn til úr ljósu öli frá Reykjavík EDITION og Draumaröð: Óráðin sem allir sem kunna að meta pæklaðan mat eiga eftir að njóta.
Á Tölti geta gestir smakkað bragðtegundir sem þeir finna hvergi annars staðar. Tölt er opinn daglega frá 16 síðdegis til 12 á miðnætti.
The Reykjavík EDITION mun setja ný viðmið sem fyrsta sannkallaða lúxushótel borgarinnar sem sameinar það besta sem höfuðborgin hefur upp á að bjóða og þá persónulegu, þægilegu og einstaklingsmiðuðu upplifun sem EDITION-vörumerkið er þekkt fyrir. Niðurstaðan er fjörugur og fágaður miðpunktur í borginni, með 253 herbergjum, framúrskarandi börum, eigin veitingastað og næturklúbbi og, eins og EDITION einu er lagið, glænýrri hugmynd um nútímalegt og félagslegt vellíðunarrými.
Í landi hinna heitu hvera, náttúrulegra uppspretta og fjarða leiðir þessi hugmyndaríka nýsköpun, eðlislæg tilfinningaleg reynsla og frumleiki Ian Schrager, ásamt langri sögu Marriott International af sérþekkingu á hótelrekstri, orðspori hótelkeðjunnar og starfsemi um heim allan af sér einstakan valkost sem styrkir aðdráttarafl Reykjavíkur sem alþjóðlegs áfangastaðar í
heimsklassa enn frekar.
Sjá einnig:
Allt um nýja EDITION hótelið við Austurbakka – Myndir og vídeó
Myndir: aðsendar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt5 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Veitingarýni13 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro