Vertu memm

Freisting

Nýr meðlimur í kokkalandsliðinu

Birting:

þann

Þórarinn Eggertsson
Þórarinn Eggertsson

Nýr meðlimur í landsliði matreiðslumanna hefur verið ráðin og er það Þórarinn Eggertsson yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Salt. Þórarinn eða Tóti eins og hann er kallaður, náði þeim merka árangri að hreppa titilinn „Matreiðslumaður ársins 2005„.

Í samtali við fyrirliða landsliðsins hann Bjarna G. þá er landsliðið komið í sumargírinn og verða „léttir“ fundir teknir til að fara yfir undirbúning ofl. fyrir Ólympíuleikana 2008, en það er aldrei að vita nema fleiri verkefni koma inn í planið síðar, sagði Bjarni léttur í lund.

Eins eru smá breytingar í landsliðinu, en þeir félagar Sigurður Gíslason og Alfreð Ómar hafa fært sig á hliðarlínuna vegna anna í starfi, en koma samt til með að vera sérlegir ráðgjafar landsliðsins við undirbúning og hönnun kalda borðsins í Erfurt ofl.

Landsliðið er þá skipað af eftirtöldum aðilum:

  • Bjarni Gunnar Kristinsson, Yfirmatreiðslumaður Grillið Radissonsas Hótel Saga.  Fyrirliði
  • Ragnar Ómarsson, Yfirmatreiðslumaður DOMO, Þjálfari
  • Gunnar Karl Gíslason, Yfirmatreiðslumaður Vox restaurant
  • Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, aðstoðar Yfirmatreiðslumaður Sjávarkjallarinn
  • Eyþór Rúnarsson, yfirmatreiðslumaður Siggi Hall á Óðinsvéum
  • Örvar Birgisson, Bakari Nýja Kökuhúsinu
  • Þórarinn Eggertsson, Yfirmatreiðslumaður Salt, Radissonsas Hótel 1919

Sérlegir ráðgjafara landsliðsins:

  • Sigurður Gíslason, Vox Nordica hotel og fljótlega yfirmatreiðslumaður Turnsins
  • Alfreð Ómar Alfreðsson, matreiðslumeistari, GV heildverslun

Eins er hægt að sjá árangur landsliðsins síðastliðin ár, með því að smella hér 

Ljósmynd tók Bjarni G. Kristinsson, fyrirliði landsliðsins

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið