Vertu memm

Freisting

Nýr matsölustaður opnaður við Hafnargötu í Keflavík

Birting:

þann

Hjónin Mohamed Raafat Oda og Jóhanna Björg Þorsteinsdóttir hafa opnað nýjan veitingastað, sem ber nafnið Kairo og er staðsettur á Hafnargötu 30, við gatnamót Tjarnargötu í Keflavík.

Þau hjónin segja að með opnuninni hafi þeim tekist að láta langþráðan draum rætast en markmiðið sé að bjóða góðan mat á sanngjörnu verði og notalegan stað til að njóta hans á.

Ætlunin er að bjóða mest uppá mat í egypskum stíl, kebab, crépes, salöt, súpur o.fl. Í tilefni af opnuninni eru ýmis tilboð í gangi.  Á næstu vikum er svo ætlunin að auka úrval rétta.

Kairó verður opinn í hádeginu og á kvöldin á virkum dögum frá kl. 11-14 og 17-22.

Um helgar verður lokað í hádeginu en í staðinn boðið upp á nætursölu.

Greint frá á vef Vf.is

Mynd: Víkurfréttir

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið