Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýr formaður LABAK er Hafliði Ragnarsson hjá Mosfellsbakaríi

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurjón Héðinsson, Hafliði Ragnarsson, formaður, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Almar Þór Þorgeirsson, Davíð Þór Vilhjálmsson og Steinþór Jónsson. Á myndina vantar Róbert Óttarsson.
Ný stjórn Landssambands bakarameistara, LABAK, var kosin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var á Hótel Grímsborgum um síðastliðna helgi. Sigurbjörg Sigþórsdóttir ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður en hún hefur gengt því hlutverki frá því í september á síðasta ári. Nýr formaður LABAK er Hafliði Ragnarsson hjá Mosfellsbakaríi, að því er fram kemur á heimasíðu LABAK.
Sigurbjörg var kvödd með virktum og henni þakkað óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Stjórn Landssambands bakarameistara skipa þau Almar Þór Þorgeirsson, Davíð Þór Vilhjálmsson, Róbert Óttarsson og Sigurbjörg Sigþórsdóttir. Varamenn í stjórn eru þeir Sigurjón Héðinsson og Steinþór Jónsson.
Mynd: labak.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið