Freisting
Nýr formaður Freistingar
Smári V. Sæbjörnsson hefur sagt upp störfum eftir 11 ára starf sem formaður Freistingar. Hallgrímur Sigurðarson
matreiðslumaður, hefur tekið við formennsku Freistingar.
Fjölmennur fundur var haldinn í gærkvöld á Vín og Skel og voru mörg mál rædd.
Eftir að hafa rætt formannsskiptin, þá var veitingabransinn meðal annars tekinn undir smásjá og spjallað um hverjir eru að byrja á hvaða veitingastað osfr. Það sem vakti athygli manna, var hve margir matreiðslumenn eru að skipta um vinnu og færa sig um set. Nefndir voru að minnsta kosti 6 veitingastaðir og samanlagt um 15 matreiðslumenn sem eru að skipta um starf og þá allt upp í 4 matreiðslumenn á einum stað sem hætta starfi og fara á aðra staði. Hvað veldur er ekki vitað, en sagan segir að mönnum sé boðið gull og grænir skógar, enda finnast matreiðslumenn ekki á hverju strái og erfitt er að fá þá til starfa, nema þá með gylliboðum.
Eftir þessar líflegu umræður var maturinn borinn fram og þvílík og önnur eins veisla. Þema kvöldsins var sjávarréttir og meira að segja var kafari fenginn sérstaklega til þess að kafa eftir ýmsum sjávarföngum snemma um morguninn fyrir matseðlilinn, en þess ber að geta að allir réttir innihéldu íslenskt hráefni. Matseðillinn var á þessa leið:
Matseðill
Reykt kúfskel frá Þórshöfn á Langanesi með eyfirskum harðfiski og djúpsteiktum íslenskum krabba
~ 0 ~
Öðuskel frá Hrísey með soðhlaupi á hvítlauksflani, dilli og alfaspírum
~ 0 ~
Ígulker „Hrísey“ og froða, marineruð í lime með sabyone
~ 0 ~
Pönnusteiktur skötuselur í boði Marlands með lauksultu, humarsouffle, escabeché grænmeti og kartöflumús
~ 0 ~
Engifer Brulée
Kveðja
Stjórnin
Myndir frá Freistingafundinum sem haldinn var í gærkveldi á veitingastaðnum Vín og skel
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025