Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður á Selfossi með áherslu á hráefni úr héraði

Birting:

þann

Starfsfólkið sem tók fyrstu vaktina

Starfsfólkið sem tók fyrstu vaktina

Tryggvaskáli er nýr veitingastaður á Selfossi og er staðsettur við Tryggvatorg eða strax til vinstri þegar komið er yfir Ölfusárbrú inn í Selfoss.  Eigendur eru Tómas Þóroddsson og Fannar Geir Ólafsson, en þeir reka einnig Kaffi Krús á Selfossi.

Staðurinn opnaði 4. júlí síðastliðið og er fine dining veitingastaður með áherslu á hráefni úr héraði, en í sumar er opið frá klukkan 11:30 til 14:00 og 18:00 til 23:00 alla daga.  Einnig er lítið kaffihús með heimabökuðum kökum inní Tryggvaskála sem er opið allan daginn.

Fannar Geir er yfirkokkur Tryggvaskála og Sigurður Lárusson er yfirþjónn.

Tryggvaskáli er fyrsta húsið sem byggt er á Selfossi og lang sögufrægasta hús Selfyssinga.  Í Tryggvaskála var veitingasala allt til ársins 1974 og var staðurinn frægastur fyrir Ölfusárlaxinn, en yfir heiðina keyrði heldra fólk úr Reykjavík og fékk lax og sanitas appelsín og Ölfusárlax var að sjálfsögðu einn af höfuð réttum staðarins.

Myndir frá undirbúningi og framkvæmdum:

„Við erum búnir að vera með draum um að opna þennann stað í nokkurn tíma og vorum t.a.m með jólahlaðborð þarna um seinustu jól og fórum í framhaldi af þeim á fullt að reyna fá húsið leigt.

Gerðum eldhúsið fokhelt áður en við tókum það í gegn.  Veitingastaðurinn sjálfur tekur 60 manns í sæti, kaffihúsið tekur 25 manns í sæti og svo erum við með veislusal sem tekur um 90 manns í sæti,“

sagði Tómas Þóroddsson í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort langþráður draumur að rætast hjá þeim félögum.

Myndir frá opnun:

pdf_icon  Mat-, og vínseðill hér

Myndir: Af facebook síðu Tryggvaskála

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið