Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Selfossi með áherslu á hráefni úr héraði
Tryggvaskáli er nýr veitingastaður á Selfossi og er staðsettur við Tryggvatorg eða strax til vinstri þegar komið er yfir Ölfusárbrú inn í Selfoss. Eigendur eru Tómas Þóroddsson og Fannar Geir Ólafsson, en þeir reka einnig Kaffi Krús á Selfossi.
Staðurinn opnaði 4. júlí síðastliðið og er fine dining veitingastaður með áherslu á hráefni úr héraði, en í sumar er opið frá klukkan 11:30 til 14:00 og 18:00 til 23:00 alla daga. Einnig er lítið kaffihús með heimabökuðum kökum inní Tryggvaskála sem er opið allan daginn.
Fannar Geir er yfirkokkur Tryggvaskála og Sigurður Lárusson er yfirþjónn.
Tryggvaskáli er fyrsta húsið sem byggt er á Selfossi og lang sögufrægasta hús Selfyssinga. Í Tryggvaskála var veitingasala allt til ársins 1974 og var staðurinn frægastur fyrir Ölfusárlaxinn, en yfir heiðina keyrði heldra fólk úr Reykjavík og fékk lax og sanitas appelsín og Ölfusárlax var að sjálfsögðu einn af höfuð réttum staðarins.
Myndir frá undirbúningi og framkvæmdum:
„Við erum búnir að vera með draum um að opna þennann stað í nokkurn tíma og vorum t.a.m með jólahlaðborð þarna um seinustu jól og fórum í framhaldi af þeim á fullt að reyna fá húsið leigt.
Gerðum eldhúsið fokhelt áður en við tókum það í gegn. Veitingastaðurinn sjálfur tekur 60 manns í sæti, kaffihúsið tekur 25 manns í sæti og svo erum við með veislusal sem tekur um 90 manns í sæti,“
sagði Tómas Þóroddsson í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort langþráður draumur að rætast hjá þeim félögum.
Myndir frá opnun:
Myndir: Af facebook síðu Tryggvaskála
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit