Frétt
Nýja Vínbúðin sektuð
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar vegna brota gegn ákvörðun Neytendastofu.
Með ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2023 komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju Vínbúðarinnar væri til þess fallin að neytendur teldu að þeir væru að kaupa vörur á tilboðsverði. Með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem fullyrðingin var ekki sönnuð.
Þá hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar brotið gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur það eigi við um eða hve mikið magn sé í boði. Bannaði Neytendastofa rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.
Neytendastofa varð vör við að ekki voru gerðar breytingar á heimasíðu Nýju Vínbúðarinnar og því hafi ekki verið farið að ákvörðun stofnunarinnar. Neytendastofa hefur því lagt 750.000 kr. stjórnvaldssekt á rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar ásamt því að félaginu var gert að greiða 100.000 kr. í dagsektir þar til farið hefur verið að ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2023.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






