Frétt
Nýja Vínbúðin sektuð
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar vegna brota gegn ákvörðun Neytendastofu.
Með ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2023 komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju Vínbúðarinnar væri til þess fallin að neytendur teldu að þeir væru að kaupa vörur á tilboðsverði. Með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem fullyrðingin var ekki sönnuð.
Þá hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar brotið gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur það eigi við um eða hve mikið magn sé í boði. Bannaði Neytendastofa rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.
Neytendastofa varð vör við að ekki voru gerðar breytingar á heimasíðu Nýju Vínbúðarinnar og því hafi ekki verið farið að ákvörðun stofnunarinnar. Neytendastofa hefur því lagt 750.000 kr. stjórnvaldssekt á rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar ásamt því að félaginu var gert að greiða 100.000 kr. í dagsektir þar til farið hefur verið að ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2023.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri