Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir veitingastaðir í Leifsstöð
Bæst hefur við úrval veitinga fyrir farþega sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar en veitingastaðirnir Ginger og Dunkin´ Donuts hafa verið opnaðir í verslun 10-11 í komusal flugstöðvarinnar.
Rúmt ár er síðan fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi var opnaður en í dag eru staðirnir orðnir fimm talsins. Til stendur að opna 11 staði til viðbótar á næstu fjórum árum og verða flestir þeirra staðsettir á höfuðborgarsvæðinu.
„Það gleður okkur að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á fleiri kosti þegar þeir koma til landsins. Á Ginger má finna úrval heilsurétta og á Dunkin´ geta viðskiptavinir til dæmis keypt sér gæðakaffi og kleinuhringi. Sterkur kaffibolli getur einmitt oft komið sér ansi vel eftir langt flug,“
segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko, en félagið á og rekur verslanir 10-11 og veitingastaði Dunkin´ Donuts á Íslandi.
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






