Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir veitingastaðir í Leifsstöð
Bæst hefur við úrval veitinga fyrir farþega sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar en veitingastaðirnir Ginger og Dunkin´ Donuts hafa verið opnaðir í verslun 10-11 í komusal flugstöðvarinnar.
Rúmt ár er síðan fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi var opnaður en í dag eru staðirnir orðnir fimm talsins. Til stendur að opna 11 staði til viðbótar á næstu fjórum árum og verða flestir þeirra staðsettir á höfuðborgarsvæðinu.
„Það gleður okkur að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á fleiri kosti þegar þeir koma til landsins. Á Ginger má finna úrval heilsurétta og á Dunkin´ geta viðskiptavinir til dæmis keypt sér gæðakaffi og kleinuhringi. Sterkur kaffibolli getur einmitt oft komið sér ansi vel eftir langt flug,“
segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko, en félagið á og rekur verslanir 10-11 og veitingastaði Dunkin´ Donuts á Íslandi.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati