Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir veitingastaðir í Leifsstöð
Bæst hefur við úrval veitinga fyrir farþega sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar en veitingastaðirnir Ginger og Dunkin´ Donuts hafa verið opnaðir í verslun 10-11 í komusal flugstöðvarinnar.
Rúmt ár er síðan fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi var opnaður en í dag eru staðirnir orðnir fimm talsins. Til stendur að opna 11 staði til viðbótar á næstu fjórum árum og verða flestir þeirra staðsettir á höfuðborgarsvæðinu.
„Það gleður okkur að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á fleiri kosti þegar þeir koma til landsins. Á Ginger má finna úrval heilsurétta og á Dunkin´ geta viðskiptavinir til dæmis keypt sér gæðakaffi og kleinuhringi. Sterkur kaffibolli getur einmitt oft komið sér ansi vel eftir langt flug,“
segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko, en félagið á og rekur verslanir 10-11 og veitingastaði Dunkin´ Donuts á Íslandi.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt7 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður