Starfsmannavelta
Nýir rekstraraðilar veitingastaðarins Múlabergs

Múlaberg Bistro & Bar er notalegur veitingastaður og bar staðsettur á Hótel Kea, í hjarta Akureyrar. Boðið er uppá léttan og fjölbreyttan matseðil og frábæra kokteila!
Nýir rekstraraðilar hafa tekið við rekstri Múlabergs, veitingastaðarins á Hótel Kea á Akureyri. Nýju eigendurnir tóku við staðnum 1. júní síðastliðinn.
Múlaberg var opnað árið 2013 eftir gagngerar breytingar en veitingastaðurinn á hótelinu á sér áratuga langa og glæsta sögu. Keaveitingar, dótturfélag Hótels Kea, hefur átt og rekið Múlaberg en nú hafa nýir eigendur tekið við keflinu.
Sjá einnig:
Nýju eigendurnir eru þau Ingibjörg Bergmann, Snæbjörn Bergmann, Hlynur Halldórsson og hjónin Jóhann Stefánsson og Katrín Ósk Ómarsdóttir sem taka við rekstri Múlabergs. Hópurinn kom saman í þetta spennandi verkefni en úr ólíkum áttum, öll með brennandi áhuga á veitingarekstri.
Jóhann og Katrín eiga saman tvo Lemon staði á Akureyri og Hamborgarafabrikkuna á Akureyri. Systkinin Snæbjörn og Ingibjörg Bergmann hafa unnið í veitingabransanum í fleiri ár og bæði hafa þau lokið námi sem framreiðslumenn. Ingibjörg hefur undanfarið ár starfað sem yfirþjónn á Múlabergi og þekkir því vel til staðarins og rekstursins. Hlynur Halldórsson hefur einnig starfað lengi á ýmsum veitingahúsum og er menntaður matreiðslumaður sem og húsasmiður.
„Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu. Þetta er búið að gerast mjög hratt, eins og svo margt á þessum sérstöku tímum undanfarið, en það er bara betra. Þá hefur maður engan tíma til að ofhugsa, bara gera og demba sér í þetta,“
segir Ingibjörg í samtali við Kaffið, fréttavef á Norðurlandi.
„Við ætlum ekki að breyta neinu fyrst um sinn. Það er mjög margt vel gert á Múlabergi, sem flestir þekkja enda sækja margir staðinn reglulega,“
segir Snæbjörn, einn eigendanna. Þar vísar hann m.a. í „Happy Hour“ á þessu vinsælasta götuhorni bæjarins og segir aðsóknina hafa verið mjög mikla síðustu daga.
Þótt Múlaberg hafi verið opið síðustu vikur hefur eldhúsið verið lokað frá því að samgöngubann vegna Covid var sett á.
„Við ætlum að drífa í því að opna eldhúsið aftur til að svara mikilli eftirspurn og það mun sennilega gerast eftir ca. 10 daga. Við erum með metnaðarfullar áætlanir fyrir staðinn og munum kynna skemmtilegar nýjungar í haust. Þangað til verður Múlaberg rekið með nokkuð óbreyttu sniði. Við hlökkum til að sjá sem flesta og kappkostum að skapa gestum okkar ánægjulega upplifun,“
segir Snæbjörn að lokum í samtali við norðlenska fréttavefinn Kaffið.
Myndir: facebook / Múlaberg

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025