Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir eigendur taka við Kaffi Krók – Wok On opnar á Akureyri
Hjónin Kristín Elfa Magnúsdóttir og Sigurpáll Aðalsteinsson eru nýir eigendur Kaffi Króks á Sauðárkróki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau sjá um staðinn en þau ráku hann frá því að þau endurbyggðu hann árið 2009 eftir bruna til ársins 2015 þegar þau seldu hann.
Aðspurður hvers vegna þau hjón hafi ákveðið að kaupa staðinn aftur segir Sigurpáll:
„Ég spyr mig stundum sjálfur að því og Kristín sennilega enn þá oftar. Þetta var vonandi bara góð ákvörðun og við gerum það allra besta úr henni.
Planið er að þarna verði líf og fjör og eitthvað í boði fyrir alla, næg afþreying, hægt að horfa á sportið og fá sér gott að borða, svo er bar á kvöldin og skemmtileg stemning.“
Segir Sigurpáll í samtali við kaffid.is sem fjallar nánar um málið hér.
Asíski heilsuveitingastaðurinn Wok On opnar í nýju húsnæði Krónunnar á Akureyri sem áætlað er að opna í byrjun nóvember, en tveir veitingastaðir munu bjóða upp á „take-away“ þjónustu í húsnæði Krónunnar, en þeir eru Wok On og Rub23, að því er fram kemur á kaffid.is. Wok On sérhæfir sig í asískri Wok matargerð þar sem hollusta og gæði eru í fyrirrúmi.
Er þetta fyrsti Wok On veitingastaðurinn sem opnar á Norðurlandinu, en fyrir eru tveir Wok On staðir í Reykjavík við Borgartún 29 og Mathöll Höfða, á Smáratorgi í Kópavogi, Reykjavíkurvegi 66 í Hafnarfirði, Víkurskála í Vík í Mýrdal, í Hveragerði og í Krónunni í Mosfellsbæ.
Hugmyndafræðin á bak við Wok On er í anda Wok to Walk skyndbitastaðina sem hægt er að finna víðs vegar um heim, þar sem gestir setja saman sinn eigin rétt í nokkrum einföldum skrefum og maturinn er síðan steiktur á wok pönnu fyrir framan gestina.
Myndir: úr safni
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup







