Starfsmannavelta
Nýir eigendur Grillhússins
Um miðjan apríl mánuð urðu eigendaskipti á Grillhúsinu á Sprengisandi og Laugavegi 96.
Eigendur og nýir stjórnendur Grillhússins eru þeir Jóhannes Skúlason og Helgi Magnús Hermannsson sem eru jafnframt eigendur TGI Fridays á Íslandi. Veitingastaðir Grillhússins á Laugavegi og Sprengisandi í Reykjavík auk útibús í Borgarnesi voru auglýstir til sölu í byrjun árs og var uppsett verð 110 milljónir króna. Í frétt á visir.is segir að hópur fjárfesta undir forystu Örvars Bessasonar hafa keypt Grillhúsið í Borgarnesi og segir Örvar í samtali við visir.is hann ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgarnesi.
Í tilkynningu kemur fram að rekstur Grillhússins ehf. (á Laugavegi og Sprengisandi í Reykjavík) verður fyrst um sinn óbreyttur og á sömu kennitölu.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi