Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýir eigendur að Hótel Grímsborgum
Keahótel hafa tekið við rekstri Hótel Grímsborga í Grímsnesi, með undirritun samnings þess efnis í dag. Samningurinn er til 20 ára og nær yfir alla starfsemi hótelsins, þ.m.t. veitingastað, funda- og ráðstefnusali og veisluþjónustu.
Í tilkynningu frá Keahótelkeðjunni segir að Grímsborgir eru tíunda hótelið undir hatti Keahótela, sem rekur fyrir hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík og á Siglufirði.
Grímsborgir verða í meginatriðum reknar í óbreyttri mynd, þar sem áhersla verður lögð á fjölbreytta þjónustu við ferðamenn og fyrirtæki. Auk glæsilegrar gistiaðstöðu fyrir 240 gesti býður Hótel Grímsborgir upp á mjög góða aðstöðu og þjónustu fyrir hvers kyns fundi og veislur, kynningar, ráðstefnur, hópefli og aðra viðburði.
Hótelið stendur á friðsælum stað, í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins, umkringt fagurri fjallasýn, í aðeins 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Framkvæmdir við stækkun hótelsins hafa staðið yfir í vetur og nú eru risin fimm ný hús, með fimm glæsilegum herbergjum hvert, sameiginlegri setustofu og heitum potti. Nýju húsin verða tekin í notkun í sumar og bætast við aðra gistiaðstöðu að Grímsborgum; glæsiherbergi, svítur og íbúðir með einkaverönd eða svölum, heitum pottum og grilli.
Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela, segir að Hótel Grímsborgir smellpassi inn í rekstur Keahótela og er bjartsýnn á framhaldið.
“Við tökum við góðu búi og hlökkum til að vinna með frábæru starfsfólki Hótel Grímsborga, sem hefur náð einstökum árangri á undanförnum árum með góðri þjónustu og aðbúnaði. Það er sérstaklega áhugavert hversu mikil eftirspurn er eftir funda- og vinnuferðaþjónustu frá innlendum og erlendum fyrirtækjum.
Við munum leggja aukna áherslu á slíkt, enda eru Grímsborgir stutt frá Reykjavík og henta því vel í vinnutengda þjónustu, ”
segir Páll.
Helga Guðný Margrétar, hótelstjóri á Hótel Grímsborgum, tekur í sama streng og segir mikil tækifæri fólgin í breytingunni.
”Það er mikil eftirvænting í okkar hópi og það er gaman verða hluti af einni stærstu hótelkeðju landsins. Við munum bæði læra af öðrum hótelum innan keðjunnar og deila okkar reynslu og þekkingu, til að hámarka ánægju okkar gesta – hvort sem þeir halda hér upp á brúðkaupsafmælið sitt, mæta á vinnufundi eða eru á ferð um Gullna hringinn.
Það eru spennandi tímar framundan,”
segir Helga Guðný.
Keahótel ehf. reka fyrir níu hótel. Í Reykjavík: Apótek Hótel, Hótel Borg, Sand Hótel, Skuggi Hótel, Storm Hótel og Reykjavík Lights. Hótel Kea á Akureyri, Sigló Hótel á Siglufirði og Hótel Katla Vík í Mýrdal. Hjá Keahótel er lögð áhersla á þjónustulund, metnað, hæfni, og frumkvæði með það að leiðarljósi að skapa eftirminnilega dvöl fyrir alla gesti.
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu