Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir eigendur á VON Mathúsi í Hafnarfirði
Veitingahjónin Einar Hjaltason og Kristjana Þura Bergþórsdóttir hafa selt veitingastaðinn VON mathús sem staðsettur er við Strandgötu 75 í Hafnarfirði.
Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumeistari og eigandi Sjávargrillsins hefur keypt VON mathús og meðeigendur eru þeir Pétur Lúkas Alexson kokkur og Örn Pálmi Ragnarsson þjónn og samstarfsfélagar á Sjávargrillinu.
„Erum teknir við, erum að breyta á fullu núna og opnum 3. apríl,“
sagði Gústav í samtali við veitingageirinn.is.
„Stækka matseðil og lengja opnunartíma, opið alla daga vikunnar“.
sagði Gústav aðspurður um hvort einhverjar áherslubreytingar verði.
- Veitingastaðurinn opnar 3. apríl
- Undirbúningur í fullum gangi.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars