Starfsmannavelta
Nýir eigendur á Melabúðinni í Vesturbæ – Horfðu á skemmtilega heimildarmynd um Melabúðina hér
Melabúðin við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur, en þessi rótgróna hverfisverslun hefur þjónustað viðskiptavini frá árinu 1956.
Melabúðin hefur lengst af verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en nú stíga bræðurnir Pétur Alan og Snorri Guðmundssynir til hliðar og afhenda keflið til eigendahóps sem hefur sett sér það markmið að viðhalda þeirri starfsemi sem Melabúðin hefur haldið uppi í mörg ár, segir í tilkynningu sem að mbl.is vekur athygli á.
Vilja alls ekki breyta Melabúðinni
Nýir eigendur eru þau Anna Jónsdóttir, Bjarki Már Baxter, Pétur Árni Jónsson og Þorsteinn Rafn Johnsen, en Inga Hrönn Georgsdóttir sem hefur starfað sem verslunarstjóri Melabúðarinnar undanfarin ár mun alfarið taka við daglegri stjórn búðarinnar.
„Melabúðin er einstök búð með einstaka sögu og markmiðið okkar er að halda í öll sérkenni Melabúðarinnar. Hugmyndin er að halda áfram að reka hana eins og hún er.
Það er alls ekki verið að kaupa búðina til þess að breyta henni“.
segir Bjarki Már Baxter, einn af nýju eigendum Melabúðarinnar, í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Heimildarmynd um Melabúðina – Kaupmaðurinn á horninu
Hér má sjá sjónvarpsþátt um verslunina þar sem saga hennar er rakin allt til ársins 1956 og rætt við starfsfólk og viðskiptavini.
Mynd: facebook / Melabúðin

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu