Frétt
Nýir eigendur á Bautanum á Akureyri
Veitingastaðurinn Rub23 á Akureyri hefur samið um kaup á Bautanum á Akureyri.
Kaupin hafa ekki verið formlega tilkynnt en seljendurnir eru Guðmundur Karl Tryggvason og Helga Árnadóttir, en samkvæmt heimildum veitingageirans verða formleg eigendaskipti 1. júlí næstkomandi.
Bautinn er staðsettur í hjarta Akureyrar, á horni Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis, í einu elsta og fallegasta húsi bæjarins. Staðurinn opnaði þann 6. apríl árið 1971 og hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á góðan mat og hraða og líflega þjónustu á viðráðanlegu verði.
Mynd: facebook / Bautinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi