Frétt
Nýir eigendur á Bautanum á Akureyri
Veitingastaðurinn Rub23 á Akureyri hefur samið um kaup á Bautanum á Akureyri.
Kaupin hafa ekki verið formlega tilkynnt en seljendurnir eru Guðmundur Karl Tryggvason og Helga Árnadóttir, en samkvæmt heimildum veitingageirans verða formleg eigendaskipti 1. júlí næstkomandi.
Bautinn er staðsettur í hjarta Akureyrar, á horni Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis, í einu elsta og fallegasta húsi bæjarins. Staðurinn opnaði þann 6. apríl árið 1971 og hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á góðan mat og hraða og líflega þjónustu á viðráðanlegu verði.
Mynd: facebook / Bautinn

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars