Freisting
Nýárskvöldverður á Vox
Það ættu enginn að láta framhjá sér fara nýárskvöldverðin á Vox, en Hákon Már Örvarsson, chef de cuisine hefur sett saman glæsilegan matseðil. Hér fyrir neðan ætlum við að rifja upp aðeins brot af afrekum hans Hákons síðastliðin ár.
Hákon hlaut bronsverðlaun í hinni heimsþekktu Bocuse d’Or keppni 2001 og hlotnaðist um leið sá heiður að verða meðlimur í klúbbi verðlaunahafa, Academie des Lauréats du Bocuse d’Or. Hákon hafði áður orðið matreiðslumaður ársins á Íslandi og náð góðum árangri erlendis. Hákon starfaði um árabil á Hótel Holti, síðustu árin sem yfirmatreiðslumaður þar til að hann hélt í Bocuse d’Or. Að keppni lokinni og allt þar til hann hóf undirbúninginn að opnun Vox starfaði hann sem yfirmatreiðslumaður hjá Leu Linster í Lúxemborg en staðurinn státar af einni Michelin-stjörnu.
Nýársmatseðill Vox 1. jan. 2006
Foie gras
Andarlifrarterrína með portvínsgljáðum ferskum fíkjum og Brioche
Tokay Pinot Gris Réserve Personelle Trimbach 1999
Frakkland
Humar
Steiktur humar með kardimommukrydduðu gulrótarkremi, stökkum kartöflum, ferskum kryddjurtum og mandarínuhumargljáa
Chablis Joseph Drouhin 2004
Frakkland
Hreindýr
Hreindýravöðvi með kastaníukremi og kartöfluterrínu.Framreitt með berjasírópi og rauðvínssúkkulaðisósu
Brio de Cantenac 2001
Frakkland
Eða
Önd
Stökksteikt andabringa með graskersmauki,
kartöfluköku og Kirsuberjasósu
Brio de Cantenac 2001
Frakkland
Súkkulaði
Þrír litir af Valhrona
Mas Amiel Vintage 2003
Frakkland
Matur 11.500
Matur og vín 16.500
Vox Restaurant, Nordica hotel
Sími: 444-5050
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt