Freisting
Nýárskvöldverður á Vox
Það ættu enginn að láta framhjá sér fara nýárskvöldverðin á Vox, en Hákon Már Örvarsson, chef de cuisine hefur sett saman glæsilegan matseðil. Hér fyrir neðan ætlum við að rifja upp aðeins brot af afrekum hans Hákons síðastliðin ár.
Hákon hlaut bronsverðlaun í hinni heimsþekktu Bocuse d’Or keppni 2001 og hlotnaðist um leið sá heiður að verða meðlimur í klúbbi verðlaunahafa, Academie des Lauréats du Bocuse d’Or. Hákon hafði áður orðið matreiðslumaður ársins á Íslandi og náð góðum árangri erlendis. Hákon starfaði um árabil á Hótel Holti, síðustu árin sem yfirmatreiðslumaður þar til að hann hélt í Bocuse d’Or. Að keppni lokinni og allt þar til hann hóf undirbúninginn að opnun Vox starfaði hann sem yfirmatreiðslumaður hjá Leu Linster í Lúxemborg en staðurinn státar af einni Michelin-stjörnu.
Nýársmatseðill Vox 1. jan. 2006
Foie gras
Andarlifrarterrína með portvínsgljáðum ferskum fíkjum og Brioche
Tokay Pinot Gris Réserve Personelle Trimbach 1999
Frakkland
Humar
Steiktur humar með kardimommukrydduðu gulrótarkremi, stökkum kartöflum, ferskum kryddjurtum og mandarínuhumargljáa
Chablis Joseph Drouhin 2004
Frakkland
Hreindýr
Hreindýravöðvi með kastaníukremi og kartöfluterrínu.Framreitt með berjasírópi og rauðvínssúkkulaðisósu
Brio de Cantenac 2001
Frakkland
Eða
Önd
Stökksteikt andabringa með graskersmauki,
kartöfluköku og Kirsuberjasósu
Brio de Cantenac 2001
Frakkland
Súkkulaði
Þrír litir af Valhrona
Mas Amiel Vintage 2003
Frakkland
Matur 11.500
Matur og vín 16.500
Vox Restaurant, Nordica hotel
Sími: 444-5050
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla