Freisting
Nýárskvöldverður á b5
Nýju ári verður fagnað á veitingastaðnum b5 (Bankastræti 5), þann 1. Janúar næstkomandi.
Boðið er upp á 5 rétta matseðil, gestir geta ákveðið sjálfir hvort þeir velji seðilinn með sérvöldum vínum, ellegar þeir kjósi sitt vín sjálfir, eða bara afþakki áfengi, sé það ósk þeirra.
Matseðilinn hljómar svona!
Fordrykkur að hætti kokksins !!!…„Pínu jóla?“
„Pínu jóla?“ lystauki…
Hin þokkafulla þrenning ! Hrátt, marenerað og „Grafið.“
„Grafin“ bleikja frá Klaustri grafin með teinu hans Sverris „nornaseiðs“ framreidd með bleikjuhrognum, súrmjólkurfroðu og sýrðu „Blómkáli.
„Blómkál“ á 3 vegu! Bakað, steikt og freytt !!! Toppað með ljúffengu smjöri af „Foi gras.
„Foi gras“ og mandarínur! Nautalundamiðja og silkimjúk kartöflumús, krydduð með brenndum lauk!!! Framreidd með rósmarínsósu og „Stökku brauði“.
„Stökkt brauð“ með volgum osti (Ísbúa) og sætu Portvíni.
„Portvín“ Skyr og bláber…ásamt volgri súkkulaðiköku…!
Verð 8.150.-
Með vínum 12.150.-
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum