Markaðurinn
Ný vara hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna – Rósasalat
Rósasalat, betur þekkt sem Smjörsalat ( okkur hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna fannst bara Rósasalat miklu fallegra nafn og drögum nafnið af útliti þess þar sem lögum blaðana og myndun salathöfuðsins svipar mjög til rósarknúps).
Rósasalat nefnist á latnesku Lactuca var. capitata einnig betur þekkt sem Butter leaf lettuce á ensku. Þetta fallega og bragðgóða salat hentar mjög vel á hamborgarann eða samlokuna og að sjálfsögðu í salatskálina með öðru grænmeti.
Það eru hjónin Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir á garðyrkjustöðinni Hveratún í Laugarási sem rækta þetta fallega Rósasalat.
Magnús og Sigurlaug
Í Laugarási stendur garðyrkjustöðin Hveratún. Þar stunda hjónin Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir grænmetisrækt. Magnús ólst upp í Hveratúni en foreldrar hans, Skúli Magnússon og Guðný Pálsdóttir, hófu ræktun þar árið 1946. Hann segir það hafa legið beinast við að hann tæki við af foreldrum sínum, yngstur í systkinahópnum. Þau Sigurlaug urðu meðeigendur í garðyrkjustöðinni árið 1983 og tóku svo alveg við árið 2004.
Vöruflokkarnir frá Hveratúni eru meðal annars klettasalat, íssalat, Grandsalat og steinselja. Magnús og Sigurlaug stunda vatnsrækt en þá vex grænmetið í fjótandi næringarlausn í gróðurhúsunum. Jarðhiti er á svæðinu og eru gróðurhúsin sex hituð upp með hveravatni. Notaðar eru lífrænar varnir en þá eru náttúrulegir óvinir þeirra óværa sem geta komið upp notaðir til að útrýma þeim.
Grænmetið í Hveratúni er tekið upp með höndunum og fer beint til neytenda sama dag og því er pakkað. Fjölskyldan vinnur saman að garðyrkjunni og á sumrin bætist við starfsfólk.
Sjá nánar heimasíðu Hveratúns www.hveratun.is
Heimasíða SFG: www.islenskt.is
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu







