Freisting
Ný og spennandi tækifæri á Flúðum
|
|
Samkomulag um stofnun og starfsemi Matarsmiðjunnar á Flúðum var undirrituð á fimmtudaginn síðastliðin á Flúðum. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands, Hrunamannahreppur, Bláskógarbyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, garðyrkjumenn, Matís og Háskóli Íslands hafa unnið að undirbúningi Matarsmiðjunnar.
Síðustu misseri hefur verið unnið að undirbúningi þess að setja á laggirnar matarsmiðju í uppsveitum Árnessýslu sem verður miðstöð fyrir vöruþróun og fullvinnslu á grænmeti og til að efla fag- og háskólamenntun á svæðinu með kennslu og rannsóknum.
Í fréttatilkynningu segir að á Flúðum munu samstarfsaðilar leigja húsnæði og koma upp nauðsynlegri aðstöðu fyrir starfsemi Matarsmiðjunnar. Ætlunin er að bjóða frumkvöðlum og smáframleiðendum upp á sérfræðiaðstoð til að þróa vörur án þess að leggja út í mikinn kostnað við aðstöðu, búnað og starfsleyfi á meðan verið er að koma vörum á markað.
Meginmarkmið verkefnisins er að byggja upp þróunarsetur fyrir smáframleiðslu matvæla, þ.e.a.s koma á smáframleiðslu, vöruþróun og rannsóknum á afurðum úr ylrækt á svæðinu og skapa þannig ný og áhugaverð tækifæri á Flúðum og nágrenni en ekki síður að skapa mikilvægan vettvang fyrir frumkvöðla og smáframleiðendur að fullvinna vörur sínar til markaðssetningar.
Vaxtarsamningur Suðurlands styrkti Matís við undirbúnings matarsmiðjunnar. Í vor sendu samstarfsaðilarnir svo inn nýja umsókn til Vaxtarsamnings Suðurlands um þróun á Matarsmiðjunni.
Stofnað verður sérstakt félag um rekstur matarsmiðjunnar á Flúðum. Samstarfsaðilar munu í sameiningu vinna að því að tryggja framgang verkefnisins svo hægt verði að nýta aðstöðuna til þróunarstarfs, kennslu, námskeiðahalds og tilraunastarfsemi.
Á næstunni mun starfsmaður verða ráðinn í fullt starf í smiðjuna. Matís leggur mikið upp úr starfsemi sinni utan höfuðborgarsvæðisins og upp úr samstarfi við fyrirtæki og hagsmunaaðila um allt land en fyrirtækið rekur m.a. starfstöðvar á sex stöðum utan Reykjavíkur.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






