Vertu memm

Freisting

Ný norræn matargerð hvetur til betri lýðheilsu

Birting:

þann

 
Claus Meyer

Norræna áætlunin um nýja norræna matargerðarlist hefur áhrif á milljóna áætlun.  Áætlunin hefur nefnilega orðið hvatning að rannsóknaverkefni sem miðar að því að bæta lýðheilsu í Danmörku. Nordea sjóðurinn leggur fram 100 milljónir danskra króna í verkefnið sem nefnst OPUS og verður unnið hjá Hafnarháskóla.

Rannsóknaverkefnið mun fjalla sérstaklega um heilsu og velferð barna. Eitt af markmiðunum er að búa til uppskrift að máltíðum úr norrænu hráefni fyrir skóla og barnafjölskyldur.
Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um nýja norræna matargerðarlist var ýtt úr vör haustið 2006. Markmið hennar að hvetja norræna matreiðslumenn til dáða , nýta norrænt hráefni betur og bæta heilsu Norðurlandabúa.

„Það er ánægjulegt að norrænt frumkvæði okkar hafi áhrif á verkefnum í þjóðlöndunum“, segir Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar um dönsku áætlunina.
Eva Kjer Hansen, ráðherra matvæla í Danmörku, er ánægð með styrkinn frá Nordea og að fjármagn frá einkaaðilum skuli varið til að auka gæði í matvælaframleiðslu. Eva Kjer Hansen hefur sjálf ýtt úr vör sinni eigin áætlun „Smag Danmark“ þar sem einnig er tekið mið af áætluninni um nýja norræna matargerðarlist.

„Ég tel styrk Nordea til Kaupmannahafnarháskóla styrkja aðgerðir okkar á Norðurlöndum og einnig það sem gert hefur verið í hverju landi fyrir sig. Ég vona að styrkurinn verði til þess að fleiri fyrirtæki og einstaklingar á Norðurlöndum leggi sitt af mörkum. Það myndi efla og auka framleiðslu á gæðamatvælum“, segir ráðherrann.
Matargerðarfrumkvöðullinn Claus Meyer, sem á sæti í stjórnarhópi áætlunarinnar um nýja norræna matargerðarlist, er einn af þeim sem stendur að OPUS verkefninu. Meyer leggur áherslu á að Ný norræn matargerðarlist hafi haft sitt að segja og vakið athygli og ánægju.
„ Stuðningur danskra og norrænna ráðherra hefur skipt sköpum. Án hans hefði Nordea sjóðurinn trúlega ekki styrkt OPUS verkefnið“, sagði Meyer.

Norræna ráðherranefndin, hefur einnig átt frumkvæði að fleiri áætlunum sem hvetja til bættrar heilsu og heilbrigðara lífernis. Dæmi um það er áætlun um næringu og hreyfingu fyrir börn og unglinga.

Greint frá á heimasíðu Norðurlandaráði

Auglýsingapláss

Fleira tengt efni:
Norræn matargerð verðlaunuð

Nánar um OPUS verkefnið: http://www.foodoflife.dk/Opus.aspx

Ný norræn matargerðarlist: http://www.nynordiskmad.org/

Mynd: caterersearch

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið