Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný mathöll opnar í gamla Pósthúsinu í Reykjavík
Ný mathöll opnar í gamla Pósthúsinu sem hefur fengið nafnið Pósthús Mathöll, en stefnt er að því að opna í lok ársins með pompi og prakt.
Þeir sem standa að nýju mathöllinni ættu margir í veitingabransanum þekkja enda þungavigtarmenn í veitingageiranum, en fremstir þar í flokki eru bræðurnir Ingvar og Hermann Svendsen sem hafa rekið og átt fjölda veitingastaða hérlendis, auk Þórðar Axel Þórissonar og Leifs Welding en Leifur hefur hannað marga af flottustu veitingastöðum landsins og má því búast við að Pósthúsið verði mikið fyrir augað.
„Pósthús Mathöll verður mathöll sem ekki á sína líka á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þetta verður ekki hefðbundin Mathöll heldur ein stór gleðisprengja sem þú vilt ekki yfirgefa, hér mun fólk vilja borða og skemmta sér allan liðlangan daginn fram á nótt,“
segir Leifur Welding hönnuður og einn eiganda mathallarinnar, í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um mathöllina hér.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






