Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný mathöll opnar í gamla Pósthúsinu í Reykjavík
Ný mathöll opnar í gamla Pósthúsinu sem hefur fengið nafnið Pósthús Mathöll, en stefnt er að því að opna í lok ársins með pompi og prakt.
Þeir sem standa að nýju mathöllinni ættu margir í veitingabransanum þekkja enda þungavigtarmenn í veitingageiranum, en fremstir þar í flokki eru bræðurnir Ingvar og Hermann Svendsen sem hafa rekið og átt fjölda veitingastaða hérlendis, auk Þórðar Axel Þórissonar og Leifs Welding en Leifur hefur hannað marga af flottustu veitingastöðum landsins og má því búast við að Pósthúsið verði mikið fyrir augað.
„Pósthús Mathöll verður mathöll sem ekki á sína líka á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þetta verður ekki hefðbundin Mathöll heldur ein stór gleðisprengja sem þú vilt ekki yfirgefa, hér mun fólk vilja borða og skemmta sér allan liðlangan daginn fram á nótt,“
segir Leifur Welding hönnuður og einn eiganda mathallarinnar, í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um mathöllina hér.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt21 klukkustund síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum