Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný mathöll opnar í gamla Pósthúsinu í Reykjavík
Ný mathöll opnar í gamla Pósthúsinu sem hefur fengið nafnið Pósthús Mathöll, en stefnt er að því að opna í lok ársins með pompi og prakt.
Þeir sem standa að nýju mathöllinni ættu margir í veitingabransanum þekkja enda þungavigtarmenn í veitingageiranum, en fremstir þar í flokki eru bræðurnir Ingvar og Hermann Svendsen sem hafa rekið og átt fjölda veitingastaða hérlendis, auk Þórðar Axel Þórissonar og Leifs Welding en Leifur hefur hannað marga af flottustu veitingastöðum landsins og má því búast við að Pósthúsið verði mikið fyrir augað.
„Pósthús Mathöll verður mathöll sem ekki á sína líka á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þetta verður ekki hefðbundin Mathöll heldur ein stór gleðisprengja sem þú vilt ekki yfirgefa, hér mun fólk vilja borða og skemmta sér allan liðlangan daginn fram á nótt,“
segir Leifur Welding hönnuður og einn eiganda mathallarinnar, í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um mathöllina hér.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






