Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ný Macros samloka í Lemon

Ingi Torfi og Linda Rakel
Lemon og ITS Macros í samstarfi um þróun á ferskri og hollri macrosvænni samloku.

Ingi Torfi og Linda Rakel
Lemon og ITS Macros í samstarfi um þróun á ferskri og hollri macrosvænni samloku.
Eftir sólríkar og sælar stundir í sumar og með veturinn á næsta leiti huga sífellt fleiri landsmenn að ræktun á líkama og sál. Lemon býður upp á ferskan, hollan og safaríkan mat á sjö sölustöðum sínum.
Nú býður Lemon upp á nýja macros samloku sem þróuð var í samstarfi við Inga Torfa Sverrisson og Lindu Rakel Jónsdóttur eiganda ITS Macros. Samlokan heitir Spicy Macros og inniheldur kjúkling, spínat, papriku og jalapenosósu.
Hugmyndafræði macros er að vigta og skrá niður allt sem að borðað er yfir daginn og unnið er með ákveðin grömm af næringarefnum, kolvetni, próteini og fitu á dag.
„Við höfum verið að halda námskeið undanfarin ár með það að markmiði að bæta heilsu og líðan landsmanna með macros hugmyndafræðinni sem að er í raun eins og bókhald. Af hverju ekki að skrá niður það sem maður borðar alveg eins og maður skráir og heldur utan um peningamálin. Það hafa verið forréttindi að taka þátt í þessu verkefni með Lemon.
Við leggjum mikla áherslu á að vinna með gott hráefni og bjóða upp á holla vöru. Starfsfólk Lemon deildi alveg sömu hugsjón og við og var vöruþróunin einstaklega ánægjulegt ferli. Við vonum að viðskiptavinir Lemon kunni vel að meta nýju Spicy Macro samlokuna enda hollur og góður valkostur fyrir fólk á ferðinni“
segir Ingi Torfi Sverrisson hjá ITS Macros.
„Við hjá Lemon leggjum áherslu á að mæta ólíkum þörfum okkar viðskiptavina með bragðgóðum og hollum samlokum og djúsum. Við sjáum að sífellt fleiri af okkar viðskiptavinum aðhyllast macro hugmyndafræðina og því var okkur bæði ljúft og skylt að mæta þeim þörfum.
Það var einstaklega ánægjulegt að fá Inga Torfa og Lindu Rakel til samstarfs við þróunina á Spicy Macros samlokunni enda okkur mikilvægt að hún væri fyrsta flokks og stútfull af íslensku hráefni.
Við hvetjum alla til að prófa samlokuna og lofum að taka vel á móti þér“
segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.
Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Íslandsmót barþjóna21 klukkustund síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata