Markaðurinn
Ný Gildi – Nýjar Reglur
Hlutverk einkennisklæðnaðar eru margvísleg. Fyrst og fremst ber hann kennsli á starfsfólk og viðheldur ímynd fyrirtækisins með því að skapa einstakt vörumerki. Samhliða því þá stuðlar hann að afkastamiklu vinnuumhverfi sem uppfyllir allar öryggis- og heilsukröfur.
Það leikur enginn vafi á að á undanförnum árum hefur klæðaburður hótel- og veitingafólks tekið stakkaskiptum. Tískan hefur á umsvifamikinn hátt læðst inn í veitingaheiminn og án þess að nokkurn grunaði breyttust formerkin sem mynda grunn upplifunar okkar til hins betra.
Efni, litir, þægindi, hagnýtni, viðhald og skilaboðin sem hann varpar út í kosmós eru veigamikil. Draumaeinkennisklæðnaðurinn léttir undir starfinu á ánægjuríkan máta og fyllir mann andagift.
Veitingamenning okkar hefur farið í vöxt af ógurlegum flaumi með tilskipan túristabransans og menningaraðlögun íslendinga er í stuttu bragði stórkostleg.
Fjöldi veitingastaða hefur margfaldast á örstuttum tíma og nú eru erlendir gagnrýnendur farnir að sjá okkur nálgast hin hnattrænu eðalgildi sem knýja þá bestu til árangurs. Nú þegar eru hótel og veitingastaðir farin að aðlagast kúnnahópum af breiðari skala en áður hvaðan af úr heiminum.
Hvernig myndast þessi gildi?
Hverjir eru leiðandi og hvað gera þeir?
Hvað er frábær einkennisklæðnaður?
Í þessu bloggi munum við einmitt skoða þessi gildi sem eru annars vegar í heiminum og komin upp á stokk nú þegar hér á okkar litlu eyju. Við munum skoða það nýjasta sem er að gerast í bransanum, líta á vinnufatnað hjá fyrirtækjum sem við höfum annast, skoða ferlið okkar og fleiri spennandi hluti…
Okkur hlakkar til.
Nánar á vinnufatnadur.skyrta.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi