Markaðurinn
Ný ásýnd og nýr sýningarsalur
- Myndir frá flutningunum
Á síðustu vikum hefur verið unnið hörðum höndum að því að sameina Verslunartækni & Geira og BakoÍsberg og erum við á lokasprettinum að sjá þetta gerast. Sameinað félag ber nafnið BAKO VERSLUNARTÆKNI þar sem okkur þótti við hæfi að virða þessi sterku nöfn sem þjónað hafa íslenskum veitinga- og hótelgeira í áratugi.
Við erum að klára að koma okkur fyrir á Draghálsi 22 við hliðina á vöruhúsinu í rúmlega 900 fm sýningarsal. Þar er að finna allt það sem kokkar, bakarar, þjónar, hótelstjórar og hverjir aðrir sem starfa í veitingageiranum þurfa á að halda.
Að sjálfsögðu er líka lögð áhersla á að þjónusta áfram verslunarekendur með innréttingar, kæli- og frystibúnað og hvað annað sem þarf til að tryggja verslunum og stórmörkuðum bestu aðstöðu fyrir sína viðskiptavini.
Allir lykilstarfsmenn og allir lykilbirgjar eru með okkur áfram auk þess sem þessi stórbætta aðstaða mun gera okkur kleift að þétta vöruvalið og vonandi að verða við óskum og þörfum allra.
Kíktu á nýja vefinn okkar, hann er reyndar í fullri þróun ennþá : www.bvt.is
Nýtt vörumerki:
Nokkrar myndir frá flutningunum:
Kæru vinir, endilega kíkið til okkar í kaffi og skoðið stærsta sýningarsal á Íslandi fyrir Veitingageirann.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu