Markaðurinn
Ný ásýnd og nýr sýningarsalur
- Myndir frá flutningunum
Á síðustu vikum hefur verið unnið hörðum höndum að því að sameina Verslunartækni & Geira og BakoÍsberg og erum við á lokasprettinum að sjá þetta gerast. Sameinað félag ber nafnið BAKO VERSLUNARTÆKNI þar sem okkur þótti við hæfi að virða þessi sterku nöfn sem þjónað hafa íslenskum veitinga- og hótelgeira í áratugi.
Við erum að klára að koma okkur fyrir á Draghálsi 22 við hliðina á vöruhúsinu í rúmlega 900 fm sýningarsal. Þar er að finna allt það sem kokkar, bakarar, þjónar, hótelstjórar og hverjir aðrir sem starfa í veitingageiranum þurfa á að halda.
Að sjálfsögðu er líka lögð áhersla á að þjónusta áfram verslunarekendur með innréttingar, kæli- og frystibúnað og hvað annað sem þarf til að tryggja verslunum og stórmörkuðum bestu aðstöðu fyrir sína viðskiptavini.
Allir lykilstarfsmenn og allir lykilbirgjar eru með okkur áfram auk þess sem þessi stórbætta aðstaða mun gera okkur kleift að þétta vöruvalið og vonandi að verða við óskum og þörfum allra.
Kíktu á nýja vefinn okkar, hann er reyndar í fullri þróun ennþá : www.bvt.is
Nýtt vörumerki:
Nokkrar myndir frá flutningunum:
Kæru vinir, endilega kíkið til okkar í kaffi og skoðið stærsta sýningarsal á Íslandi fyrir Veitingageirann.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir























