Vertu memm

Markaðurinn

Ný ásýnd og nýr sýningarsalur

Birting:

þann

Á síðustu vikum hefur verið unnið hörðum höndum að því að sameina Verslunartækni & Geira og BakoÍsberg og erum við á lokasprettinum að sjá þetta gerast.  Sameinað félag ber nafnið BAKO VERSLUNARTÆKNI þar sem okkur þótti við hæfi að virða þessi sterku nöfn sem þjónað hafa íslenskum veitinga- og hótelgeira í áratugi.

Við erum að klára að koma okkur fyrir á Draghálsi 22 við hliðina á vöruhúsinu í rúmlega 900 fm sýningarsal. Þar er að finna allt það sem kokkar, bakarar, þjónar, hótelstjórar og hverjir aðrir sem starfa í veitingageiranum þurfa á að halda.

Að sjálfsögðu er líka lögð áhersla á að þjónusta áfram verslunarekendur með innréttingar, kæli- og frystibúnað og hvað annað sem þarf til að tryggja verslunum og stórmörkuðum bestu aðstöðu fyrir sína viðskiptavini.

Allir lykilstarfsmenn og allir lykilbirgjar eru með okkur áfram auk þess sem þessi stórbætta aðstaða mun gera okkur kleift að þétta vöruvalið og vonandi að verða við óskum og þörfum allra.

Kíktu á nýja vefinn okkar, hann er reyndar í fullri þróun ennþá : www.bvt.is

Nýtt vörumerki:

Bako verslunartækni Logo

Nokkrar myndir frá flutningunum:

Kæru vinir, endilega kíkið til okkar í kaffi og skoðið stærsta sýningarsal á Íslandi fyrir Veitingageirann.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið