Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Norskir dagar á Fjalakettinum

Birting:

þann

Það eru norskir dagar á veitingastaðnum Fjalakettinum dagana 13. til 17. maí.  Á Fjalakettinum verður blásið til langrar og skemmtilegrar helgar með norskum mat, menningu og tónlist.

Norski matreiðslumaðurinn, Lars Lervik, frá norður Þrændalögum, kemur í heimsókn á Fjalaköttinn og mun hann matreiða og kynna norska matargerð.

Á norsku dögunum verðum hágæða a la carte matseðill á Fjalakettinum og aðaláherslan á norska matargerð. Þjóðhátíðardagur norðmanna er 17. maí, sem ber upp á mánudag, og ætlum við að halda hann hátíðlegan með sérstökum hátíðarmatseðli.  Lars hefur sett saman spennandi fjögurra rétta matseðil sem verður í gildi  frá fimmtudegi til sunnudags og á mánudeginum verður sex rétta matseðill.

Matseðlarnir á norsku dögunum

Fjögurra rétta matseðill

  • Áquavítis marineraða hreindýr með papriku aioli
  • Silunga “tartar” með reyktum silung og soya- engifers kjarna
  • Hreindýr með sultu úr lauk og þurruðum ávöxtum, sellerírótar mauk, þúsundlaga kartöflur og rosmarinsósa
  • Súkkulaði “tart” dúó með jarðarberja- og greni hnúpa ís, mango og múltuberja sósu

Verð fyrir 4 rétta 6.900 krónur

Þjóðhátíðarmatseðill  17. maí

Auglýsingapláss

Sex rétta matseðill

  • Áquavítis marineraða hreindýr með papriku aioli
  • Silunga “tartar” með reyktum silung og soya- engifers kjarna
  • Lamb og kál (Þjóðar réttur norðmanna) með trönuberja ís- krapi
  • Sinneps bökuð stórlúða með sætkartöflu mauki, jarðsveppa(truffle) risotto og sítrus beurre blanch
  • Hreindýr með sultu úr lauk og þurruðum ávöxtum, sellerírótar mauk, þúsundlaga kartöflur og rosmarinsósa
  • Súkkulaði “tart” dúó með jarðarberja- og greni hnúpa ís, mango og múltuberja sósu

Verð fyrir 6 rétta 7.900 krónur

Rækjur, léttvín og lifandi norsk tónlist
Uppsalir – bar og kaffihús, verður með rækjukokteil, hvítvín og kampavín á tilboðsverði á norsku dögunum. Norskur tónlistarmaður spilar öll kvöld frá fimmtudegi til mánudags frá klukkan 22:00 – 23:00. Á þjóðhátíðardeginum mun fjörið halda áfram fram eftir kvöldi.

Pantanir á netfangið [email protected] og í síma 514 6000

Frekari upplýsingar um norsku dagana hér

Mynd: Axel Þorsteinsson

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið