Freisting
Norsk matráðskona keppir til verðlauna í Nýrri norræni matargerð

Sjö keppa um heiðursverðlaun Nýrrar norrænnar matargerðar í ár. Auk verðlaunaskjals fær sigurvegarinn jafnvirði 100.000 danskra króna í verðlaun. Þema keppninnar á þessu ári er menning og hönnun í matarmenningu og notkun matvæla.
Meðal keppenda er meðal annarra René Redzepi frá Danmörku, en hann er alþjóðlega viðurkenndur matreiðslumeistari, hluthafi í Michelinveitingahúsinu Noma og sendiherra Nýrrar norrænnar matargerðar. Noma var nýlega tilnefnt þriðja besta veitingahús í heimi.
Prófessor Laura Kolbe frá Finnlandi er einnig meðal keppenda en hún hefur skrifað mikið um matargerð sem menningarlegt fyrirbæri og sögu matargerðar. Fulltrúar Grænlands er matreiðslumenn á Hotel Arctiv í Ilullisat, en á matseðlum þeirra er grænlenskt hráefni og eins eru innréttingarnar hótelsins undir sterkum áhrifum norrænnar hönnunar og grænlenskar listar.
Fulltrúi Noregs er Ingrid Espelid Hovig sem er kunnur frumkvöðull í norskri matargerð. Fulltrúi Íslands er hönnunartvíeykið Borðið, en það eru þær Brynhildur Pálsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir. Frá Svíþjóð er verkefnið Bragðið á Skáni og Álandi tilnefnt, en því er stjórnað af Eva-Jo Hancock og Michael Hancock sem eru kunn fyrir hönnun og almannatengslastarf. Færeyingar tilnefna engan til verðlaunanna að þessu sinni.
Markmiðið með heiðursverðlaununum er að styðja við fyrirtæki eða einstakling sem hefur lagt mikið af mörkum við að kynna, þróa og vekja athygli á þeim gildum og tækifærum sem felast í norrænum matvælum og norrænni matargerðarlist.
Verðlaunin verða veitt í þriðja sinn í haust. Fyrri verðlaunahafar eru Íshótelið í Jukkasjärvi í Svíþjóð (2007) og grænmetisfyrirtækið Kasvis Galleria í Kuopio í Finnlandi (2008).
Verkefninu Nýrri norrænni matargerðalist var hrint úr vör haustið 2006, af Norrænu ráðherranefndinni. Markmiðið þess er að kynna norræna matargerðarlist og gæði matvæla og jafnframt hönnun og ferðaþjónustu sem tengist mat. Verkefnið sem nú er í gangi lýkur um áramótin og hefur það fengið mjög góðar viðtökur. Matvælaráðherrar Norðurlanda munu á fundi sínum í júlí taka ákvörðun um nýtt verkefni.
Þeir sem keppa um verðlaunin 2009 eru:
Danmörk: René Redzepi
Finnland: Prófessor Laura Kolbe
Grænland:A/S Hotel Arctic, Ilulissat
Ísland: Borðið; Hönnunartvíeyki
Noregur:Ingrid Espelid Hovig matráðskona Noregs
Svíþjóð:Smaka på Skåne
Álandseyjar:Eva-Jo og Michael Hancock
Vefsíða um Nýjan norrænan mat og matargerðarlist: www.nynordiskmad.org
Um verðlaunahafa síðasta árs: www.norden.org/webb/news/news.asp?id=8265
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





