Vertu memm

Freisting

Norsk matráðskona keppir til verðlauna í Nýrri norræni matargerð

Birting:

þann

Sjö keppa um heiðursverðlaun Nýrrar norrænnar matargerðar í ár. Auk verðlaunaskjals fær sigurvegarinn jafnvirði 100.000 danskra króna í verðlaun. Þema keppninnar á þessu ári er menning og hönnun í matarmenningu og notkun matvæla.

Meðal keppenda er meðal annarra René Redzepi frá Danmörku, en hann er alþjóðlega viðurkenndur matreiðslumeistari, hluthafi í Michelinveitingahúsinu Noma og sendiherra Nýrrar norrænnar matargerðar. Noma var nýlega tilnefnt þriðja besta veitingahús í heimi.

Prófessor Laura Kolbe frá Finnlandi er einnig meðal keppenda en hún hefur skrifað mikið um matargerð sem menningarlegt fyrirbæri og sögu matargerðar. Fulltrúar Grænlands er matreiðslumenn á Hotel Arctiv í Ilullisat, en á matseðlum þeirra er grænlenskt hráefni og eins eru innréttingarnar hótelsins undir sterkum áhrifum norrænnar hönnunar og grænlenskar listar.

Fulltrúi Noregs er Ingrid Espelid Hovig sem er kunnur frumkvöðull í norskri matargerð. Fulltrúi Íslands er hönnunartvíeykið Borðið, en það eru þær Brynhildur Pálsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir. Frá Svíþjóð er verkefnið Bragðið á Skáni og Álandi tilnefnt, en því er stjórnað af Eva-Jo Hancock og Michael Hancock sem eru kunn fyrir hönnun og almannatengslastarf. Færeyingar tilnefna engan til verðlaunanna að þessu sinni.

Markmiðið með heiðursverðlaununum er að styðja við fyrirtæki eða einstakling sem hefur lagt mikið af mörkum við að kynna, þróa og vekja athygli á þeim gildum og tækifærum sem felast í norrænum matvælum og norrænni matargerðarlist.

Verðlaunin verða veitt í þriðja sinn í haust. Fyrri verðlaunahafar eru Íshótelið í Jukkasjärvi í Svíþjóð (2007) og grænmetisfyrirtækið Kasvis Galleria í Kuopio í Finnlandi (2008).

Verkefninu Nýrri norrænni matargerðalist var hrint úr vör haustið 2006, af Norrænu ráðherranefndinni. Markmiðið þess er að kynna norræna matargerðarlist og gæði matvæla og jafnframt hönnun og ferðaþjónustu sem tengist mat. Verkefnið sem nú er í gangi lýkur um áramótin og hefur það fengið mjög góðar viðtökur. Matvælaráðherrar Norðurlanda munu á fundi sínum í júlí taka ákvörðun um nýtt verkefni.

Þeir sem keppa um verðlaunin 2009 eru:

• Danmörk: René Redzepi
• Finnland: Prófessor Laura Kolbe
• Grænland:A/S Hotel Arctic, Ilulissat
• Ísland: Borðið; Hönnunartvíeyki
• Noregur:Ingrid Espelid Hovig – matráðskona Noregs
• Svíþjóð:Smaka på Skåne
• Álandseyjar:Eva-Jo og Michael Hancock

Vefsíða um Nýjan norrænan mat og matargerðarlist: www.nynordiskmad.org

Um verðlaunahafa síðasta árs: www.norden.org/webb/news/news.asp?id=8265

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið