Frétt
Nóróveira í Wang Korea ostrum
Matvælastofnun varar við neyslu á ostrum frá Wang Korea sem seldar voru í versluninni Dai Phat vegna nóróveiru sem greindist í þeim. Dai Phat hefur innkallað vöruna, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Upplýsingar um vöruna bárust Matvælastofnun í gegnum RASFF evrópska hraðviðvörunarkerfið um matvæli og fóður.
Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar:
- Vörumerki: Wang Korea
- Vöruheiti: Frozen oysters
- Strikanúmer: 08770316669
- Lotunúmer: Öll lotunúmer
- Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar
- Nettómagn: 453 g
- Framleiðsluland: Suður-Kórea
- Innflytjandi/dreifingaraðili: Dai Phat trading ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir