Freisting
Nordic Academy of Culinary Leisure, Leikvöllur matargerðarlistarinnar
|
NaCl eru efna táknin fyrir Natríum og Klóríð í lotukerfinu sem saman mynda salt, en í Kaupmannhöfn hefur verið stofnaður fjöllistahópur ef svo má að orði komast sem kallar sig NaCl eða Nordic Academy of Culinary Leisure. Hópurinn samanstendur af 7 kokkum en nokkur þeirra kynntust við að hafa farið hálfgerða námsferð til Spánar þar sem þau ferðuðust um landið í tæpt ár og unnu sjálfboðavinnu á stöðum eins og Martin Berasategui, Arzak og Mugaritz.
Þessi ferð varð hvatinn að því að þau stofnuðu NaCl hópinn, hálfgerðan fjöllistahóp í matreiðslu. Einu sinni í mánuði eru svo haldin kölluð Showcooking kvöld en þar er boðið um 40-45 gestum hverju sinni í mjög tilraunakenndan kvöldverð.
Fréttamaður Freistingar er svo lánsamur að starfa með einum af stofnfélögum NaCl, Mie Bostlund, og notaði tækifærið og forvitnaðist um tilurð og tilgang hópsins.
NaCl er í raun leikvöllur fyrir ævintýragjarna kokka segir Mie. En hver kokkur gerir einn rétt fyrir Showcooking kvöldin og sækja þau innblástur á mismunandi hátt enda hópurinn mjög misleitur, t.a.m er einn starfandi listamaður í hópnum og annar er fyrrverandi uppistandari en öll eru þau útskrifaðir matreiðslumenn. En við lærum líka mikið hvort af öðru. Þó við sköpum hvert okkar eigin rétti þá fáum við líka ráð varðandi tæknilega framkvæmd og útfærslu réttanna segir Mie.
Showcooking kvöldin hafa notið gríðarlega vinsælda og fólk er forvitið. Við reynum að rjúfa múrinn milli okkar og gestanna sem við notum eins og hálfgerð tilraunadýr og fáum frá þeim komment og svörum öllum spurningum sem þeir hafa fyrir okkur, engin leyndarmál. Einnig bjóðum við þeim inní eldhús áður enn borðhald hefst, segjum þeim ítarlega frá hverjum rétti fyrir sig og hvetjum alla til að segja sína skoðun segir Mie og bætir við að þetta sé góður vettvangur fyrir allskonar tilraunastarfsemi sem líklega ekki væri hægt að komast upp með á hefðbundnum veitingastað.
Allt starf Nacl er unnið í sjálfboðavinnu og í samstarfi við fjölmarga kostunaraðila og vegna mikilla vinsælda hafa þau fengið mörg tilboð um að halda launaðar einkaveislur. Það sé þó ekki markmið NaCl að græða peninga, Við viljum leggja nýjar línur matreiðslu og fá fólk til að líta öðrum augum á annars mjög rótgróinn og hefðbundinn bransa bætir Mie við að lokum
Fjölmargar myndir af showcooking kvöldunum má finna á Facebooksíðu og heimasíðu NaCl.
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt4 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun