Frétt
Noma valinn besti veitingastaður heims
Eftir að hafa hægt og rólega klifið upp S.Pellegrino top 50 listann yfir bestu veitingahús í heimi, hafnaði Noma í Kaupmannahöfn í 1.sæti nú í kvöld við verðlaunaafhendingu í London.
Orðrómur komst af stað strax um helgina að tíðinda væri að vænta vegna útkomu listans en athygli vakti í vor að Noma sem hefur státað af 2 stjörnum í Michelin kladdanum síðastliðin ár skildi ekki hljóta þá þriðju.
Mikill fögnuður braust út í London meðal Noma hópsins sem viðstödd voru verðlauna afhendinguna íklædd bolum með mynd af uppvaskaranum Ali sem starfað hefur á Noma síðan 2003. Ali sem er frá Ghana fékk ekki vegabréfsáritun til Englands.
Glæsilegur árangur Redzepis og starfsfólks Noma, og óskum við Freistingarmenn þeim innilega til hamingju.
Topp tíu á listanum
1. Noma
2. El Bulli
3. The Fat Duck
4. El Celler de Can Roca
5. Mugaritz
6. La francescana
7. Alinea
8. Daniel
9. Arzak
10. Per Se
Höfundur: Ragnar Eiríksson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt5 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






