Frétt
Noma valinn besti veitingastaður heims
Eftir að hafa hægt og rólega klifið upp S.Pellegrino top 50 listann yfir bestu veitingahús í heimi, hafnaði Noma í Kaupmannahöfn í 1.sæti nú í kvöld við verðlaunaafhendingu í London.
Orðrómur komst af stað strax um helgina að tíðinda væri að vænta vegna útkomu listans en athygli vakti í vor að Noma sem hefur státað af 2 stjörnum í Michelin kladdanum síðastliðin ár skildi ekki hljóta þá þriðju.
Mikill fögnuður braust út í London meðal Noma hópsins sem viðstödd voru verðlauna afhendinguna íklædd bolum með mynd af uppvaskaranum Ali sem starfað hefur á Noma síðan 2003. Ali sem er frá Ghana fékk ekki vegabréfsáritun til Englands.
Glæsilegur árangur Redzepis og starfsfólks Noma, og óskum við Freistingarmenn þeim innilega til hamingju.
Topp tíu á listanum
1. Noma
2. El Bulli
3. The Fat Duck
4. El Celler de Can Roca
5. Mugaritz
6. La francescana
7. Alinea
8. Daniel
9. Arzak
10. Per Se
Höfundur: Ragnar Eiríksson
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s