Freisting
Nokkrar botnfisktegundir í Norður-Atlantshafi í útrýmingarhættu
Nokkrar botnfisktegundir í Norður-Atlantshafi eru við það að deyja út, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem kanadískir vísindamenn hafa gert. Könnuðu þeir ástand fimm stofna á þessum slóðum, þ.á m. lýsings og áls, og komust að því, að stofnstærð sumra tegunda hefur hrunið um allt að 98% á einni kynslóð.
Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, en rannsóknarniðurstöðurnar birtast í nýjasta hefti tímaritsins Nature.
Bæði vísindamenn og náttúruverndarsinnar hafa hvatt til alþjóðlegs banns við botnfiskveiðum og segja eyðileggingarmátt botnvarpa mikinn. Þær eru dregnar eftir sjávarbotninum og rústa þar kóralrifum og öðrum vistkerfum. Síðast var reynt að fá Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja bann í nóvember, en það mistókst.
Niðurstöður nýju rannsóknarinnar, sem Jennifer Devine, við Memorial-háskóla í St.John’s á Nýfundnalandi, stjórnaði, þykja renna enn frekari stoðum undir þá fullyrðingu að botnvörpuveiðar hafi mikil áhrif á vistkerfi í sjónum. Þær fisktegundir sem rannsakaðar voru eiga það sameiginlegt að vaxa og fjölga sér hægt, en þær ná ekki kynþroska fyrr en á táningsárum“. Þetta segja vísindamennirnir að geri tegundirnar mjög viðkvæmar fyrir áhrifum botnfiskveiða.
Greint frá mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt