Freisting
Nokkrar botnfisktegundir í Norður-Atlantshafi í útrýmingarhættu
Nokkrar botnfisktegundir í Norður-Atlantshafi eru við það að deyja út, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem kanadískir vísindamenn hafa gert. Könnuðu þeir ástand fimm stofna á þessum slóðum, þ.á m. lýsings og áls, og komust að því, að stofnstærð sumra tegunda hefur hrunið um allt að 98% á einni kynslóð.
Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, en rannsóknarniðurstöðurnar birtast í nýjasta hefti tímaritsins Nature.
Bæði vísindamenn og náttúruverndarsinnar hafa hvatt til alþjóðlegs banns við botnfiskveiðum og segja eyðileggingarmátt botnvarpa mikinn. Þær eru dregnar eftir sjávarbotninum og rústa þar kóralrifum og öðrum vistkerfum. Síðast var reynt að fá Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja bann í nóvember, en það mistókst.
Niðurstöður nýju rannsóknarinnar, sem Jennifer Devine, við Memorial-háskóla í St.John’s á Nýfundnalandi, stjórnaði, þykja renna enn frekari stoðum undir þá fullyrðingu að botnvörpuveiðar hafi mikil áhrif á vistkerfi í sjónum. Þær fisktegundir sem rannsakaðar voru eiga það sameiginlegt að vaxa og fjölga sér hægt, en þær ná ekki kynþroska fyrr en á táningsárum“. Þetta segja vísindamennirnir að geri tegundirnar mjög viðkvæmar fyrir áhrifum botnfiskveiða.
Greint frá mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla