Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nóg framundan í Happy Hour hlaðvarpinu hjá Viceman
Happy Hour með the Viceman er hlaðvarp sem fjallar um veigar í fljótandi formi. Í þáttunum spjallar Andri Viceman við framúrskarandi fólk um kokteila, léttvín, bjór og aðra drykki.
Nýlega kom út þáttur þar sem hlustendur fengu að skyggnast á bak við tjöldin hjá íslenska vínbóndanum Höskuldi sem framleiðir hágæða léttvín og vermút undir nafninu Hauksson Weine í Sviss.
Á næstunni bætast tvær nýjar þáttaraðir í Happy Hour sem verða með öðruvísi sniði.
Annarsvegar er um að ræða Frumskóginn þar sem Andri ásamt Jónasi og Jónmundi á kokteilbarnum Jungle taka fyrir fyrirfram ákveðin málefni sem tengjast bar og kokteila heiminum. Frumskógurinn er án efa þáttur fyrir unga og áhugasama barþjóna og aðra sem hafa áhuga á kokteilagerð.
Kokteilar með Viceman & Wiseguy er svo 10 þátta sería þar sem Andri fær til liðs við sig barþjóna legendið Valgarð Finnbogason og saman kafa þeir í söguna á bakvið 50 vinsælustu kokteila í heimi að mati Drinks International listans 2021. Í hverjum þætti verða 5 kokteilar teknir fyrir.
Happy Hour má nálgast á öllum helstu hlaðvarps veitum, á www.viceman.is @happyhourviceman á instagram og facebook grúppan.
Smelltu hér til að fá beinan link á spotify ef þú getur ekki beðið eftir því að byrja að hlusta.
Hér má svo skyggnast á bakvið tjöldin á instagram hjá the viceman.

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun