Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nóg framundan í Happy Hour hlaðvarpinu hjá Viceman
Happy Hour með the Viceman er hlaðvarp sem fjallar um veigar í fljótandi formi. Í þáttunum spjallar Andri Viceman við framúrskarandi fólk um kokteila, léttvín, bjór og aðra drykki.
Nýlega kom út þáttur þar sem hlustendur fengu að skyggnast á bak við tjöldin hjá íslenska vínbóndanum Höskuldi sem framleiðir hágæða léttvín og vermút undir nafninu Hauksson Weine í Sviss.
Á næstunni bætast tvær nýjar þáttaraðir í Happy Hour sem verða með öðruvísi sniði.
Annarsvegar er um að ræða Frumskóginn þar sem Andri ásamt Jónasi og Jónmundi á kokteilbarnum Jungle taka fyrir fyrirfram ákveðin málefni sem tengjast bar og kokteila heiminum. Frumskógurinn er án efa þáttur fyrir unga og áhugasama barþjóna og aðra sem hafa áhuga á kokteilagerð.
Kokteilar með Viceman & Wiseguy er svo 10 þátta sería þar sem Andri fær til liðs við sig barþjóna legendið Valgarð Finnbogason og saman kafa þeir í söguna á bakvið 50 vinsælustu kokteila í heimi að mati Drinks International listans 2021. Í hverjum þætti verða 5 kokteilar teknir fyrir.
Happy Hour má nálgast á öllum helstu hlaðvarps veitum, á www.viceman.is @happyhourviceman á instagram og facebook grúppan.
Smelltu hér til að fá beinan link á spotify ef þú getur ekki beðið eftir því að byrja að hlusta.
Hér má svo skyggnast á bakvið tjöldin á instagram hjá the viceman.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum