Nemendur & nemakeppni
NNK 2015: Seinni keppnisdegi lokið – Strákarnir stóðu sig frábærlega

Síðustu tveir dagar hafa verið býsna strembnir hjá íslenska liðinu.
F.v. Karl Óskar Smárason, Arnar Ingi Gunnarsson, Jón Bjarni Óskarsson og Alfreð Ingvar Gústafsson.
Í dag fór fram seinni keppnisdagur í Norrænu nemakeppninni þar sem keppendur í framreiðslu þeir Jón Bjarni Óskarsson nemi á Natura og Alfreð Ingvar Gústafsson nemi í Keiluhöllinni og keppendur í matreiðslu þeir Karl Óskar Smárason nemi á Hilton VOX og Arnar Ingi Gunnarsson nemi á Reykjavík Hótel Marína kepptu fyrir hönd Ísland.
Keppnisfyrirkomulagið var leyndarkarfa hjá matreiðslunemum sem kepptu með eftirfarandi fimm rétta matseðil:
Forréttur:
Fried lobster with fennel and mussel sauce, fennel parasienne, baked carrots and leek.
Milliréttur:
Consommé Royal, with fried minced meat, croutons and herbs
Aðalréttur:
Medallion of Venison with sautéed mushroom, onion purre, stuffed potato and brussels sprouts, meat glacé with bacon
Ostar:
Valdnir af þjónanemum og afgreiddir inn í sal.
Eftirréttur (á disk):
Crepe suzette with vanilla parfait, orange and raspberry coulis.
Í framreiðslunni settu þeir upp hátíðarborð fyrir sex gesti og framreiddu fimm rétti, völdu vín með matseðlinum, blönduðu drykki og blindsmökkuðu sex vín. Kepptu á barnum og eins í vínþekkingu.
Þetta var hörkudagur og stóðu nemarnir sig frábærlega vel, en úrslit verða kynnt í kvöld.
Fleiri myndir eru væntanlegar og verða birtar síðar hér á veitingageirinn.is.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/norraena-nemakeppnin/feed/“ number=“5″ ]
Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri Matvæla- og veitingasvið IÐUNNAR
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið7 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






