Vertu memm

Freisting

Nings á Stórhöfða 5 ára

Birting:

þann

Í tilefni þessa tímamóta og að sama dag var Grafarvogsdagurinn haldinn ákváðu þeir Ningsmenn að koma með pottinn stóra sem þeir hafa notað á Fiskideginum Mikla á Dalvík suður og laga asíska fiskisúpu og bjóða gestum og gangandi upp á og að sjálfsögðu var Freisting.is mætt á svæðið.

Hér ber að líta hvaða hráefni var notað í súpuna:

Thai Choise  Kókosmjólk
Thai Choise  Tom Yum paste
Tómatpurre
niðursoðnir tómatar

Grænmetið í súpuna, sem að sjálfsögðu var ferskt:
Laukur
Blaðlaukur
Hvítlauku
Engifer
Chilli
Lemongras
Galanga
paprika
Gulrætur
Koríander og vel af því
Lime
Fiskisósa
grænmetiskraftur

Fiskurinn í súpunni var:
Rækja ,steinbítur ,karfi og Ýsa.

Lagaðir voru 1500 lítrar af súpunni og geri aðrir betur, smakkaðist hún vel og reif aðeins í byrjun en rann út í rjóma.

Hilmar rekstrastjóri Nings fór með mig skoðunarferð um staðinn og að sjálfsögðu var kíkt á eldhúsið og hafði maður á tilfinningunni að vera staddur í sölubás hjá fyrirtæki sem selur tæki og það sem ég hreifst mest af var að það var blásið inn lofti fremst í háfninum, þannig að dragsúgur myndaðist ekki og það var alltaf sami þrýstingur á loftinu þó svo hún væri á fullu.

Hilmar sá sig auman á kallinum að lítið box af súpu væri ekki nóg í þennan skrokk og bauð upp á hádegisverð og valdi ég svínarif og steikt hrísgrjón og samkvæmt hefðinni bensín á kantinn, alveg frábært á bragðið.

Ég segi bara til hamingju með áfangann og vona að þeir verði miklu fleiri.

/Sverrir

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið