Vertu memm

Markaðurinn

Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs

Birting:

þann

Juan Gutierrez - Netflix

Kennari á námskeiðinu er meistara kokkurinn Juan Gutierrez

Tvö masterclass námskeið með eftirrétta meistaranum Juan Gutierrez.  Í apríl býður Iðan fræðslusetur upp á tvö spennandi námskeið fyrir fagfólk á veitingastöðum og í bakaríum sem vill tileinka sér nýjustu aðferðir og hugmyndir úr heimi súkkulaði og eftirrétta.

7. apríl – Þriggja daga masterclass

Þann 7. apríl verður haldið þriggja daga masterclass þar sem eftirréttir eru í aðalhlutverki. Námskeiðið er að stærstum hluta verklegt og unnin verða fjölbreytt verkefni í anda árstíðanna.

VETUR

KÓKOS & MONGO MONGO (GLÚTENFRÍTT & VEGAN)
Kókos sorbet, Mongo Mongo & kókossvampur

MOCHI SVART SESAM 
Mochi svampur, svart sesam pralín og kolaís

SÚKKULAÐI & PIPERMINTU 
Súkkulaðimús, Peppermint Streusel & Súkkulaðisvampur

VOR

JARÐARBER OG RJÓM 
Mascarpone-mús, bleikur piparkorns sorbet og jarðarberjasósa

MANGÓ & KÓKOS (VEGAN)
Kókosmús, þjappað mangó og mangó sorbet

RÓS & LITCHI 
Rósaþeyttur Ganache, Hindberja Cremeux & Pistasíu svampur

SUMAR

KISRUBER OG PISTASÍUHNETUR (VEGAN) 
Pistasíu mús, kirsuberjasvampur og kirsuberja sorbet

MANDARÍNUR OG PASSION ÁVÖXTUR (GLÚTENFRÍTT) 
Mandaríunís, Vanillu Creme Brûlée & Passion ávaxta gel

SÓLBLÓM OG BÍFLUGUFRJÓKORN 
Sólblóma kaka, býflugufrjókorn og mjólkurís

HAUST

SMJÖR & POPP
Smjörkaka, poppís og sveigjanlegur ganache

EPLA CIDER OG PECAN HNETUR (VEGAN) 
Pecan hnetu Pralinee, epla kleinuhringir og epla sorbet

BYGG OG KARAMELLA
Byggbúðingur, Karamellufroða & dökkur bjórís

11. apríl – Tveggja daga masterclass

Þann 11. apríl verður svo boðið upp á tveggja daga masterclass um súkkulaði og konfekt. Námskeiðið er kjörið fyrir alla sem vilja ná tökum á nýjustu aðferðum, sækja sér ferskar hugmyndir og vinna á skapandi hátt við súkkulaði- og konfektgerð.

Námskeiðið byggir á verklegum æfingum þar sem þátttakendum öðlast öryggi, færni og ekki síst hugrekki til að gera eigin hugmyndir að ljúffengum súkkulaðiævintýrum.

JARÐARBER
Jarðarberjasulta, jarðarberja kurl og vanillu ganache

MILO
Milo ganache og Milo kurl

OSTAKAKA MARACUYA
Ástríðuávaxtagel og Ganache de Cheesecake

MORGUNKORN
Korn ganache og Korn kurl

HESSILHNETUR
Heslihnetu pralín

KAFFI
Kaffigel og kaffi ganache

PISTASÍUHNETUR
Pistasíu ganache og pistasíu marsípan

SVÖRT SESAM OSTAKAKA
Vanillu ganache og svart sesam pralín

Kennari á námskeiðunum er meistara kokkurinn Juan Gutierrez. Hann sló í gegn árið 2022 þegar hann varð hlutskarpastur í hinum vinsæla þætti School of Chocolate á Netflix.

Gutierrez þykir meðal fremstu og færustu eftirréttameistara heims, enda eru réttirnir hans meira en bara sælgæti – þeir eru matarupplifanir, sem segja sögur.

Í sköpun sinni heiðrar Gutierrez bragð og hefðir hvaðanæva úr heiminum. Hann sækir innblástur til fjölbreyttrar menningar Mexíkó, Ítalíu, Indlands og Bandaríkjanna en hjartað slær þó alltaf sterkast með heimalandi hans, Kólumbíu.

Skráning fer fram á idan.is / Matvæla og veitingagreinar.

Myndir: aðsendar og Instagram / pastrychefjuan

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið