Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nauthóll Bistro og Málið í nýjum höndum
Hjónin Sigrún Guðmundsdóttir og Tómas Kristjánsson hafa tekið við rekstri Nauthóls Bistro og Málinu, veitingaþjónustu Háskólans í Reykjavík, af feðginunum Guðríði Maríu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Stefánssyni í Múlakaffi.
“Metnaður Nauthóls liggur í fersku og vönduðu hráefni þar sem allur matur er lagaður frá grunni. Það fannst okkur spennandi enda rímar það við okkar sýn á það hvernig góðir veitingastaðir eiga að vera”,
segir Tómas Kristjánsson.
Nauthóll Bistro hefur átt sér stóran og dyggan viðskiptavinahóp frá stofnun hans árið 2010. Hann er staðsettur í nálægð við helstu útivistarperlur höfuðborgarasvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð.
“Það hefur alltaf verið bjartur og heilnæmur andi á Nauthól og við höfum lagt áherslu á létt og notalegt andrúmsloft á staðnum. Við treystum nýjum eigendum fullkomlega til að halda flaggi Nauthóls á lofti um ókomin ár”,
segir Guðríður María.
Nauthóll hefur í samstarfi við Háskólann í Reykjavík starfrækt veitingaþjónstu skólans, Málið, um nokkurra ára skeið. Þar hefur áherslan verið lögð á næringarríkan morgunverð og hádegisverð á sanngjörnu verði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Eigendabreytingarnar gengu í gegn í marsbyrjun og verða báðir staðirnir reknir áfram með svipuðu sniði, í góðu samstarfi við það afburðagóða starfsfólk sem fyrir er og í samvinnu við Háskólann í Reykjavík.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar