Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nauthóll Bistro og Málið í nýjum höndum
Hjónin Sigrún Guðmundsdóttir og Tómas Kristjánsson hafa tekið við rekstri Nauthóls Bistro og Málinu, veitingaþjónustu Háskólans í Reykjavík, af feðginunum Guðríði Maríu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Stefánssyni í Múlakaffi.
“Metnaður Nauthóls liggur í fersku og vönduðu hráefni þar sem allur matur er lagaður frá grunni. Það fannst okkur spennandi enda rímar það við okkar sýn á það hvernig góðir veitingastaðir eiga að vera”,
segir Tómas Kristjánsson.
Nauthóll Bistro hefur átt sér stóran og dyggan viðskiptavinahóp frá stofnun hans árið 2010. Hann er staðsettur í nálægð við helstu útivistarperlur höfuðborgarasvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð.
“Það hefur alltaf verið bjartur og heilnæmur andi á Nauthól og við höfum lagt áherslu á létt og notalegt andrúmsloft á staðnum. Við treystum nýjum eigendum fullkomlega til að halda flaggi Nauthóls á lofti um ókomin ár”,
segir Guðríður María.
Nauthóll hefur í samstarfi við Háskólann í Reykjavík starfrækt veitingaþjónstu skólans, Málið, um nokkurra ára skeið. Þar hefur áherslan verið lögð á næringarríkan morgunverð og hádegisverð á sanngjörnu verði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Eigendabreytingarnar gengu í gegn í marsbyrjun og verða báðir staðirnir reknir áfram með svipuðu sniði, í góðu samstarfi við það afburðagóða starfsfólk sem fyrir er og í samvinnu við Háskólann í Reykjavík.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla