Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nauthóll Bistro og Málið í nýjum höndum
Hjónin Sigrún Guðmundsdóttir og Tómas Kristjánsson hafa tekið við rekstri Nauthóls Bistro og Málinu, veitingaþjónustu Háskólans í Reykjavík, af feðginunum Guðríði Maríu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Stefánssyni í Múlakaffi.
“Metnaður Nauthóls liggur í fersku og vönduðu hráefni þar sem allur matur er lagaður frá grunni. Það fannst okkur spennandi enda rímar það við okkar sýn á það hvernig góðir veitingastaðir eiga að vera”,
segir Tómas Kristjánsson.
Nauthóll Bistro hefur átt sér stóran og dyggan viðskiptavinahóp frá stofnun hans árið 2010. Hann er staðsettur í nálægð við helstu útivistarperlur höfuðborgarasvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð.
“Það hefur alltaf verið bjartur og heilnæmur andi á Nauthól og við höfum lagt áherslu á létt og notalegt andrúmsloft á staðnum. Við treystum nýjum eigendum fullkomlega til að halda flaggi Nauthóls á lofti um ókomin ár”,
segir Guðríður María.
Nauthóll hefur í samstarfi við Háskólann í Reykjavík starfrækt veitingaþjónstu skólans, Málið, um nokkurra ára skeið. Þar hefur áherslan verið lögð á næringarríkan morgunverð og hádegisverð á sanngjörnu verði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Eigendabreytingarnar gengu í gegn í marsbyrjun og verða báðir staðirnir reknir áfram með svipuðu sniði, í góðu samstarfi við það afburðagóða starfsfólk sem fyrir er og í samvinnu við Háskólann í Reykjavík.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni11 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum







