Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nafnlaus vitleysa í Fréttblaðinu | Rangar fullyrðingar um brauð
Í Fréttablaðinu í gær voru birtar ástæður fyrir því af hverju ætti að sleppa hvítu brauði. Fagmenn í veitingbransanum eru lítt hrifnir af þessum fullyrðingum og láta skoðun sína óspart í ljós í facebook grúppu fagmanna og á meðal ummæla má lesa:
Svo er annað merkilegt það eru sagðar engar trefjar í hvítu brauði. Hið rétta er að það eru 2,7 gr af trefjum í hverjum 100 gr af franskbrauði. Heilkorna staðalinn segir að lágmarki 5 gr á 100 gr af brauð.
Annar bætir við og segir:
Hveiti til brauðgerðar inniheldur nærri 14% prótein og eitthvað að steinefnum. Þessar staðhæfingar hefðu betur átt við hefði hveitinu verið skipt út fyrir maísmjöl, það mjöl er reyndar á núlli hvað prótein og steinefni varðar en inniheldur svipaða orku.
Á heimasíðu Landsambands bakarameistara er mikið af fróðlegu efni um brauð og þar á meðal er sagt að það sé rangt með farið að segja að hvítt brauð er óhollt. Hægt er að lesa skáldaðar fullyrðingar um brauð á vef labak.is með því að smella hér.
Mynd: Skjáskot af grein í Fréttablaðinu í gær.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi