Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Nafnlaus vitleysa í Fréttblaðinu | Rangar fullyrðingar um brauð

Birting:

þann

Rangar fullyrðingar um brauð í Fréttblaðinu

Í Fréttablaðinu í gær voru birtar ástæður fyrir því af hverju ætti að sleppa hvítu brauði.  Fagmenn í veitingbransanum eru lítt hrifnir af þessum fullyrðingum og láta skoðun sína óspart í ljós í facebook grúppu fagmanna og á meðal ummæla má lesa:

Svo er annað merkilegt það eru sagðar engar trefjar í hvítu brauði. Hið rétta er að það eru 2,7 gr af trefjum í hverjum 100 gr af franskbrauði. Heilkorna staðalinn segir að lágmarki 5 gr á 100 gr af brauð.

Annar bætir við og segir:

Hveiti til brauðgerðar inniheldur nærri 14% prótein og eitthvað að steinefnum.  Þessar staðhæfingar hefðu betur átt við hefði hveitinu verið skipt út fyrir maísmjöl, það mjöl er reyndar á núlli hvað prótein og steinefni varðar en inniheldur svipaða orku.

Á heimasíðu Landsambands bakarameistara er mikið af fróðlegu efni um brauð og þar á meðal er sagt að það sé rangt með farið að segja að hvítt brauð er óhollt.  Hægt er að lesa skáldaðar fullyrðingar um brauð á vef labak.is með því að smella hér.

 

Mynd: Skjáskot af grein í Fréttablaðinu í gær.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið